SM - Hausmynd

SM

Heima

Nú er ég komin heim í bili sem er mjög gott. Það er líka einsog ég hafi alltaf verið hér því lífið þarna úti er svo annar heimur. Er rétt að losna við flugriðuna og að venja mig við tíma mismuninn. Verðlagið hér er mesti gallinn en allt annað nánast einsog það á að vera...hehe. Það kostar 280 kr. í strætó og 350 kr. i sund. Þetta er dýrt. Kaffibolli á 300 kr. En allt hefur sína kosti og galla víst.

Fór með systur minni sem býr í Barcelona og manninum hennar og börnum í Borgarfjörðinn í gær. Fórum á Bjössarólo í Borgarnesi sem er mjög fallegur rólo gerður af gömlum manni sem gjöf til krakkanna í Borgarnesi. Eins heimsóttum við fjós og fylgdumst með þegar kýrnar fóru út í haga. Litla frænka var að hoppa á heyrúllum þarna hjá og sér þá lítinn kálf inn á milli rúllanna. Þar lá hann og var að fela sig. Svo hljóp hann út til hjarðarinnar. Þetta er víst í eðlinu að yngstu kálfarnir fela sig fyrir rándýrum og fara svo seinna til hjarðarinnar. Merkilegt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: SM

Takk

SM, 17.8.2007 kl. 09:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband