8.8.2007 | 21:21
I dag
Nú sit ég a Port City Java kaffihusi með nýju laptopina mína. Það er mjög heitt úti og ég á bíl án loftræstingar...vá hélt ég myndi svitna í hel. Var að koma af hópfundi þar sem við fjórmenningarnir í prógramminu ásamt stjórnandanum ræddum um sumarid sem er að líða og prógrammið sem lýkur á föstudaginn, JEJ! Allir áttu að skrifa um sína reynslu og uppgötvanir á hlutverki sínu sem sálgæsluaðili sem og lýsa samnemendum sínum. Þetta fór allt vel og margt uppbyggilegt og þroskandi var rætt því þetta er góður hópur sem hefur náð vel saman, sérstaklega eftir að gyðingurinn sem veittist að mér fyrr í sumar hætti, það var of mikil neikvæð orka í kringum hann verð ég að segja.
Allir felldu tár í dag nema ég íslendingurinn...amerikanar...alltaf grátandi, í raunveruleikaþáttum a.m.k.. En það er bara gott, ég hef bara ekki grátið í hóptímum einsog margir hér...Hef grátið með fólki á sjúkrahúsinu og það er ok. Maður veit aldrei hvað mætir manni né hvað nær manni. Það er ekki gott að brotna saman þegar maður er með syrgjandi fólki, ég er ekki að segja það, en það er í lagi að sýna samhygð.
Þannig að sumarið er á enda hér og ég á leið heim í 2 vikna frí sem ég hlakka svo til, en svo kem ég hingað aftur og þá tekur við ár í viðbót á spítalanum og frekari vinna í sjálfri mér og fleiri áskoranir.
Það verður forvitnilegt að vita hvernig maður verður þegar maður er komin í sitt venjulega umhverfi heima og nær kannski að slaka á og reflecta á sumarið. Eins töluðum við um í dag að við höfum breyst og veggir innra með okkur hafa fallið og við munum eflaust tala öðruvísi við fólk, spyrja opinna spurninga og skora á fólk að vera heiðarlegt sem eflaust ekki allir munu taka fagnandi...hehe.
Þessi bær hér, Wilmington, NC, er ansi næs, hér eru a.m.k. 4 strendur og mikil strandstaðar-menning, svo er gamli bærinn sem er einsog að fara aftur í tímann, og svo eru allir skyndibitastaðirnir og súpermarkaðirnir inn á milli. Hér búa um 150.000 manns en þetta virkar stærra en er samt svo lítið hér í Ameríku. Stundum er mikill smábæjarbragur á hlutunum, t.d. er sjónvarpstöðin hér svo gamaldags, fréttir eru einsog þær séu teknar uppá 20 ara gömul tæki, mjög 90´s.
Athugasemdir
Gaman að lesa fréttir af þér í útlandinu.
Salvör Kristjana Gissurardóttir, 9.8.2007 kl. 08:46
Ég hlýt að vera Ameríkani, því að ég græt yfir öllu..held það sé móðurhlutverkið ..gerir þig svona viðkvæman :/
Ragga (IP-tala skráð) 9.8.2007 kl. 16:42
tad er nu bara ein kona i hopnum sem a born. Eg held ad amerikanar eigi tad til ad kryfja allt til mergjar og merginn lika... Eg hef ekkert turft ad grata yfir tvi ad vera herna eda ad tetta se of mikid fyrir mig eda bara af tvi ad eg elska alla her svo mikid...en sumir eru bara tannig...
SM, 9.8.2007 kl. 18:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.