SM - Hausmynd

SM

Lesning þessa dagana

Er að lesa m.a. Rokland eftir Hallgrím Helgason. Ansi fín lesning, gaman líka að staðsetningunni, Króknum, sem maður þekkir of vel...

sjá heimasíðu Bödda hér.

Ég hef séð inn í stofur landsins og ég hef séð inn í sálir landans. Glansandi gólf úr niðurslípuðum skógi og sófar fullir af uppblásnum airbags. Kjötharðir ávextir í skálinni. En sálin lítil og hörð, eins og gallsteinn.

Í vellíðuninni er vanlíðanin falin.

Innifalin.

Of mikil velsæld skapar vesæld.

Ég hef séð inn í stofur allsnægtanna þar sem allt er til alls og ekkert er til neins. Þar sem rúsínur og möndlur bíða í röðum við hvern fingur og goslaust gos í glösum bíður munns. Og á miðju gólfi stendur sjónvarpstækið, drekkhlaðið af konfekti fyrir augun.

"Einstaklingurinn hefur alltaf þurft að berjast gegn hóruskap hjarðarinnar.
Sá sem það reynir mun mæta ótta og einmanakennd. En ekkert jafnast á við það að eiga sjálfan sig."
- Friedrich Nietzsche.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband