SM - Hausmynd

SM

Vatikanið

Stendur ekki einhversstaðar:

,,Safnið yður ekki fjársjóðum á jörðu, þar sem mölur og ryð eyðir og þjófar brjótast inn og stela. Safnið yður heldur fjársjóðum á himni, þar sem hvorki eyðir mölur né ryð og þjófar brjótast ekki inn og stela." Saklaus

 

 

jú í Matteusarguðspjalli 6:19-20


mbl.is Safn Vatíkansins ætlar að kaupa fleiri nútímalistaverk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Villi Asgeirsson

Hafði Vatikanið einhvern tíma eitthvað með Guð að gera? Þetta var pólitískt valdasetur gegn um aldirnar og gerir nú lítið annað en stuðla að offjölgun í þriðja heiminum með því að fordæma getnaðarvarnir. Ef ég þyrfti að velja milli Dalai Lama og páfans yrði valið ekki erfitt.

Villi Asgeirsson, 20.7.2006 kl. 06:12

2 identicon

Hjartanlega sammála Villa.Vatikanið er bákn sem að er mörgum öldum á eftir samtímanum,og hefur gert meira ógagn á jörðinni gegnum aldirnar fremur en gagn.

Sigurður Eðvaldsson (IP-tala skráð) 20.7.2006 kl. 16:24

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Algerlega órökstutt hjá þér, Sigurður -- ekki minnsta tilraun gerð til að bera saman hugsanlega plúsa og mínusa í þessu ofureinfaldaða reikningsdæmi þínu.

En það er mikið rétt hjá Sylvíu, að þetta eru orð Jesú Krists, og t.d. heilagur Bernarð í Cluny endurómaði þau mjög skýrt á 12. öld, m.a. gegn valdastefnu páfa, þrátt fyrir ósvikinn stuðning hans við hið háa og af Guði gefna þjónustuhlutverk páfans.

Hitt er svo annað mál, að þessi listaverkasöfnun Páfagarðs verður naumast kölluð auðhyggja, heldur er um það að ræða að sýningarsalir þar, sem eru fyrir allan almenning (hundruð þúsunda manna árlega) verði ekki einskorðaðir við list löngu liðinna tíma. Eða ímyndar eitthvert ykkar sér, að páfinn og kúrían ætli að hafa þessi listaverk sér einum til ánægju, jafnvel að taka þau með sér í gröfina?!

Jón Valur Jensson, 21.7.2006 kl. 00:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband