26.8.2020 | 14:33
Jesús og holdsveiki maðurinn
Jesús virti ekki fjarlægðartakmörk á sínum tíma.
En holdsveikir urðu að halda sig frá öðrum skv. Lev 13:45.
Seinna urðu það svo 2 metrar skv. Talmúdinum.
26.8.2020 | 14:33
Jesús virti ekki fjarlægðartakmörk á sínum tíma.
En holdsveikir urðu að halda sig frá öðrum skv. Lev 13:45.
Seinna urðu það svo 2 metrar skv. Talmúdinum.
Athugasemdir
Holdsveikur maður kom til Jesú og sagði: "Ef þú vilt getur þú læknað mig". Þetta kallar maður trú. Jesús sagði: "Ég vil, vertu heill" og hann lagði hendur á hann. Ég sé Jesú fyrir mér þar sem hann gengur að manninum og tekur utan um hann, en frá Jesú gengur út lækningarkraftur. Jesús sagði í Jóhannes 14.kafla "Þeir sem trúa á mig munu gera sömu verk og þessi" þ.e. sömu verk og hann vann. Kirkjan á að vera miðstöð lækninga fyrir fólk á líkama og sál, en því miður vantar mikið uppá að svo sé. Það þarf að kenna kristnu fólki að trúa og treysta fyrirheitum Guðs, sú kennsla á að koma fram í boðun kirkjunnar.
Tómas Ibsen Halldórsson, 26.8.2020 kl. 15:36
Amen
SM, 26.8.2020 kl. 17:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.