23.5.2007 | 11:33
af hverju bara fjórar?
Hvernig kemst hann niðrá þessa tölu? Kannski ef að svo vildi til að fyrstu þrjár væru allar ófrjóar þá megi reyna með þá fjórðu... Væri gaman að vita röksemdirnar á bakvið þetta.
Danskur múslimaklerkur segir karla mega eiga allt að 4 konur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég hélt að maður mætti eignast eins margar konur og maður vildi, eins lengi og maður geti séð fyrir þeim öllum.
matthías (IP-tala skráð) 23.5.2007 kl. 12:05
er þetta þá miðað við einvhverjar meðal árstekjur í Danmörku?
SM, 23.5.2007 kl. 13:12
Hér er um að ræða vísun í texta úr Kóraninum og fordæmi Múhammeðs spámanns, en hann átti fjórar eiginkonur. Hins vegar líkt og Wahid bendir á, þá mælist hann gegn þessu. Það er skilningur sumra múslíma í Evrópu að fræðilega sé þetta heimilt ef ást og virðing er fullkomlega jafnvæg milli allra. Hins vegar benda því sem næst allir múslímar í vestrænum heimi á að slíkt jafnvægi sé ekki á færri, nema helst Múhammeðs og því sé ekki um raunverulegan möguleika að ræða. En fjölmiðlar hafa ekki áhuga á svona pælingum. Það er miklu meira gaman að segja að múslímakarlar megi giftast fjórum konum.
Halldór Elías Guðmundsson (IP-tala skráð) 23.5.2007 kl. 13:35
Ég er á móti því að fjölkvæni sé bannað hér á Íslandi og almennt á vesturlöndum, þetta er ekkert skárra en að banna hjónabönd samkynhneigðra. Sjálfsagt að hafa lífsstíla- og trúfrelsi en ekki vera mótaður í visst form af ríkisvaldinu. Svo lengi sem allir aðilar koma inn í hjónabandið af fúsum og frjálsum vilja þá er það ekki réttlætanlegt að hafa af því afskipti.
Geiri (IP-tala skráð) 23.5.2007 kl. 16:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.