1.5.2007 | 09:28
Hataðasta fjölskylda Bandaríkjanna
BBC gerði heimildarmynd um öfgahóp í Kansas, the Phelps family, sem sjálf kallar sig hötuðustu fjölskyldu Bandaríkjanna. Þau eru baptistar og mótmæla við jarðarfarir hermanna en þau telja dauðsföll í stríðinu vera refsingu Guðs fyrir því að bandaríkjamenn viðurkenni samkynhneigð. Frétttamaður bjó hjá þeim í 3 vikur og reynir að skilja hvað er í gangi. Á youtube má sjá þáttinn í hlutum.
Þetta er með ólíkindum, en vel gerður þáttur. Fær mann til að hugsa um hvers fólk er megnugt að trúa í blindni og aðhafast útfrá því. Líkt og fjöldamörg dæmi eru um í sögunni. Ömurlegt að þetta fólk kenni sig við kristna trú en því miður þá hengir fólk sig vanalega við e-ð sem fyrir er og notar það sem afsökun fyrir sínu eigin rugli og hatri.
Flokkur: Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 09:36 | Facebook
Athugasemdir
Æ Æ þetta þykir mér miður að heyra, og veldur mér mikilli sorg.
Linda, 1.5.2007 kl. 20:16
já þetta er allsvakalega klikkað
SM, 1.5.2007 kl. 22:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.