SM - Hausmynd

SM

Miss Havisham

2 er karakter úr sögu Dickens, Great Expectations. Ég byrjaði á þessari bók í vetur en hætti fljótlega og missti þar af leiðandi af Miss Havisham sem er ansi magnaður karakter. En hún var rík kona sem var skilin eftir við altarið af manni sem var bara að nota hana og við það ákveður hún að stoppa tímann. Eftir þetta fer hún aldrei úr brúðarkjólnum, lokar sig inni og hittir örfáa, og leyfir brúðartertunni að rotna inni hjá sér. Hún er biturleikinn holdi klæddur. Svo ættleiðir hún dóttur sem hún ætlar að nota til að ná sér niðri á karlmönnum.

Ég ætla nú ekki að segja frá öllu en Miss Havisham er víst byggð á raunverulegri manneskju sem að Dickens var sagt frá. Þetta er ansi magnað og öfgafullt en um leið þekkir maður þessa tilhneigingu hjá fólki að verða biturt og stopp í einhverjum ömurlegum aðstæðum og spóla svo bara í gamla farinu það sem eftir er. Er líka kallað að nurture the wound/pain. Með þessu er þeim sem særði viðkomandi gefið ævarandi vald yfir manneskjunni. Kill Bill er svo álíka, bara meira extrovert.

 

- Hér til vinstri er svo lítil könnun. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband