8.6.2006 | 15:39
siðlegt?
er þetta í lagi?
Hvað gera nú allir þeir sem hafa ,,ofnæmi"(andlegt, hata ketti) fyrir köttum þegar þessir verða algengir?
Vísindamenn segjast hafa ræktað kött sem veldur ekki ofnæmi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Vísindi og fræði | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:43 | Facebook
Athugasemdir
Helvítis pakk sem hatar ketti !
Rebekka (IP-tala skráð) 9.6.2006 kl. 08:15
Athyglisverðast við þetta alltsaman er það viðhorf blogghöfundar til annarra sem fram kemur í því að setja orðið ofnæmi í gæsalappir og gefa í skyn að það sé uppgerð fólks sem hati ketti um leið og látið er að því liggja að viðkomandi séu geðbilaðir eða þaðan af verra.
Ofnæmi fyrir köttum er engin uppgerð heldur hefur það í för með sér mikil óþægindi og getur verið beinlínis hættulegt og leitt af sér alvarlega sjúkdóma. Erfitt er að henda reiður á hve margir séu með slíkt ofnæmi en gera má ráð fyrir að það séu frá 5-10% Íslendinga. Mér þykir líklegt að flestir ef ekki allir þeirra myndu gjarnan vilja vera lausir við slíkt ofnæmi.
(Það fólk sem hatar aðra fyrir að hata eins og sjá má á færslunni hjá Rebekku er svo sérkapítuli útaf fyrir sig.)
Árni Matthíasson , 9.6.2006 kl. 09:03
Það eru til reglur um allt og í hollustuháttarreglugerðinni fann ég þetta sem sýnir vel þennan "dýrafasisma" sem ríkir á Íslandi:
Hreinlæti og dýr.
19. gr.
Ekki má hleypa hundum, köttum eða öðrum dýrum inn í húsrými eða á lóðir sem fjallað er um í fylgiskjali 3. Heimilt er þó fötluðu fólki að hafa með sér hjálparhunda á gististaði, veitingastaði, í skóla, á snyrtistofur og hársnyrtistofur, heilbrigðisstofnanir, íþrótta- og baðstaði, fangelsi og samkomuhús, enda sé hinum fatlaða ótvíræð nauðsyn að hjálparhundi. Hundurinn skal merktur sem hjálparhundur og hinn fatlaði skal hafa leyfi fyrir honum í samræmi við ákvæði í samþykktum einstakra sveitarfélaga. Heilbrigðisnefnd er heimilt, að fenginni beiðni hlutaðeigandi stofnunar að veita undanþágu til að halda hunda, ketti og önnur gæludýr á heilbrigðis- og meðferðastofnunum.
Búpening má ekki hafa í híbýlum manna né í öðrum húsum nema sem til þess eru ætluð.
PS: Hverjum dettur í hug að vera með beljur og kindur heima hjá sér í stofunni? Þarf virkilega að setja ákvæði í reglugerð um það?
SÖG (IP-tala skráð) 9.6.2006 kl. 10:05
hvernig væri að betrumbæta fólk þannig að það fengi ekki ofnæmi? Gaman væri að sjá aktual tölur um alvöru ofnæmi til að fá þetta á hreint. Annars skil ég ekki þennan dýrafasisma hér á landi. Þjóðin hefur nánast deilt rúmi með búpening síðan land var numið og nú ma´hundur ekki koma nálægt verslun hvað þá annað. Hvernig fara t.d. frakkar að? Þar fá hundar að fara á kaffihús og í lestar.
SM, 9.6.2006 kl. 11:03
Árni: þetta var meira sagt í kaldhæðni "að hata að hata" skiluru? En ég þekki marga sem þola ekki ketti og einn og einn ber við sig ofnæmi.
rebekka (IP-tala skráð) 9.6.2006 kl. 11:27
Sylvía: Það að "betrumbæta fólk þannig að það fengi ekki ofnæmi" er fyrirbæri sem margir kalla að "lækna" fólk. Kannski átt þú eftir að nota að orð líka þegar þú ert búin að hugsa málið aðeins. Ég geri ráð fyrir því að allir sem eru með ofnæmi, hvort sem það er fyrir köttum, frjókornum, rykmaurum eða hestum, vildu gjarnan fá lækningu við því.
Rebekka: Trúi því að þú hafir verið kaldhæðin, en þeir sem hata aðra fyrir að hata eru óneitanlega kapítuli útaf fyrir sig.
Hvað fjölda þeirra sem eru með ofnæmi við köttum sérstaklega þá leitaði ég á Emblu (embla.mbl.is) að vefsíðum þar sem orðin "fjöldi" og "ofnæmis" komu fyrir og komst þá meðal annars að því að í rannsókn á 100 læknanemum og 102 í viðmiðunarhóp frá 2001 kom fram að hjá læknanemum voru 19% með ofnæmissvörum við köttum, en 10% í viðmiðunarhópnum.
Til fróðleiks má svo geta þess að í rannsókn sem birt var í læknablaðinu árið 2000 stendur: "Fjörutíu og tvö prósent 20 mánaða barna, 45% fjögurra ára barna og 34% átta ára barna greindust með ofnæmi og/eða astma." Heldur Sylvía að börnin séu að gera sér það upp?
Árni Matthíasson , 10.6.2006 kl. 23:44
stafar þetta aukna ofnæmi ekki af of-þrifnaði?
SM, 12.6.2006 kl. 14:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.