SM - Hausmynd

SM

ókurteisi viðskiptavina

mr_angryNú hef ég unnið í verslun í smá tíma og það er mjög sérstakt að fylgjast með viðskiptavinum, flestir eru kurteisir og fara að settum reglum um röð og slíkt en aðrir, þónokkrir, eru mjög ókurteisir; þykjast ekki þurfa að fara í röð, gjamma frammí þegar maður er að afgreiða, bjóða ekki góðan dag, þakka ekki fyrir, brjálast af minnsta tilefni, standa ofaní þeim kúnna sem er að fá afgreiðslu etc... Afgreiðslufólk er ekki öfundsvert oft á tíðum. En nánast allt ungt fólk er mjög kurteist og gott að afgreiða, það er eldra fólkið sem oft lætur einsog börn.

Vitna hér í Gísla, gamlan skólabróður, sem lýsir þessu vel:

Áður var ég oft óþolinmóður ef ég þurfti að bíða eftir afgreiðslu í búð. En eins skrýtið og það er, þá var ég aldrei jafn óþolinmóður ef ég þurfti að bíða í biðröð í bankanum til dæmis. Það er eins og fólk sætti sig miklu síður við að bíða eftir afgreiðslu í búð, þá vill það bara fá afgreiðslu núna, eða strax. Algengt er að fólk megi alls ekki vera að því að röðin komi að því, heldur gjammar inn í þegar við erum í miðri afgreiðslu, jafnvel að reyna að afgreiða tvo í einu. Ég hef grun um að þetta vandamál sé bundið við höfuðborgarsvæðið, ég á mikið af ættingjum úti á landi og þar kannast þau lítið við þetta stress, rétt eins og á höfuðborgarsvæðinu ríki annað tímabelti. Versta er þegar viðskiptavinurinn lætur fúkyrði og skammir dynja á starfsfólkinu og oftast verða þeir sem minnst mega við því fyrir barðinu á slíkum ósköpum. Það er eins og fólk sigti út þá sem minnstu völdin hafa, kassastarfsfólk sem engu ræður og er kannski með stystan starfsaldur, og hjóli í það. Það finnst mér ósanngjarnt. Auðvitað er sjálfsagt mál að taka við kvörtunum og þeim er alltaf komið á framfæri við rétta aðila. En það er algjör óþarfi að vera með dónaskap og vita tilgangslaust í þokkabót. Kurteisi margborgar sig og það er gott að hafa í huga að við stöndum ekki í verslunarrekstri til þess eins að pirra fólk!
En hefur viðskiptavinurinn ekki alltaf rétt fyrir sér?
Hann hefur rétt á að bera fram óskir og fyrirspurnir og þær eru réttmætar, en verslunarfólk er ekki annars flokks fólk. Framkoma við það á að fylgja sömu kurteisislögmálum og venjulega gilda í samskiptum við aðra. Við reynum að þjónusta alla sem best við getum, en auðvitað verðum við að framfylgja ákveðnum reglum, í verslunarrekstri sem og í umferðinni. Sem betur fer gerist þetta í undantekningartilvikum, en því miður hafa þau oft mjög neikvæð áhrif á starfsmanninn og neikvæð orka safnast fljótlega upp hjá fólki, sérstaklega þegar álagið er mikið, eins og fyrir jólin. 
af vr.is 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband