SM - Hausmynd

SM

Hvítasunnan

er á sunnudaginn. Margir vita ekki um hvað hún snýst svo hér er smá útskýring:

Hvítasunnan er þriðja stórhátíð kristninnar. Með hvítasunnuhátíðinni lýkur páskatímanum. Hvítasunna er stofndagur kirkjunnar því þá sendi Jesú Heilagan anda til lærisveinanna.

Heilagur andi lífgar og leiðir kirkjuna, kennir henni og varðveitir hana frá villu, eins og líka sérhvert þeirra sem játast Jesú Kristi.

Að því að rautt er litur elds og ástar er hann einnig litur útsendingar andans, og merki þeirra sem vinna verk Guðs og bera vitni um trúna.

af kirkjan.is

Postulasagan 2:

Þá er upp var runninn hvítasunnudagur, voru þeir allir saman komnir.  Varð þá skyndilega gnýr af himni eins og aðdynjanda sterkviðris og fyllti allt húsið, þar sem þeir voru. Þeim birtust tungur, eins og af eldi væru, er kvísluðust og settust á hvern og einn þeirra. Þeir fylltust allir heilögum anda og tóku að tala öðrum tungum, eins og andinn gaf þeim að mæla.

altarisdúkur eftir Jacquie Binns


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband