24.5.2006 | 14:25
pólítískar stöðuveitingar
hver vill vera ráðin bara útá pólítik og þurfa þar með að lúta þeim sem réði hann í einu og öllu? Hvað með faglegan metnað og sjálfstæði?
úr fréttinni: Prófessorinn segir, að enn sé nokkuð um hefðbundna fyrirgreiðslu í stjórnkerfinu, þótt í minni mæli sé en áður. Hún virðist nokkuð algeng á sveitarstjórnarstiginu og eins tengist hún rekstri á persónulegum netum stjórnmálamanna. Í öðru lagi noti flokkarnir strategískar" stöðuveitingar í vissum mæli til mikilvægra starfa í stjórnsýslunni þar sem þeir vilja halda áhrifum sínum. Loks hafi stjórnmálamenn brugðist við óvissu í starfsumhverfi sínu með þróun samtryggingarkerfis, til dæmis í utanríkisþjónustunni.
Yfir 40% stöðuveitinga pólitískar samkvæmt rannsókn stjórmálafræðiprófessors | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:28 | Facebook
Athugasemdir
Ég held, Sylvía, að það sé óþarfi að taka Gunnar Helga Kristinsson á orðinu um þessa niðurstöðu hans. Látum það nú vera, að maðurinn er sjálfur heldur á vinstra kanti, eins og oft má greina, þegar við hann er rætt í Ríkisútvarpinu (verum ekkert að neita þessu, ekki fremur en hinu, að Svanur Kristjánsson er sömuleiðis vinstra megin og Hannes H. Gissurarson hægra megin). Horfum bara á hitt, að próf. Gunnar Helgi birtir ekki í þessu vefriti sínu heildarútreikninga sína sundurliðaða niður í einstök tilfelli, þannig að við sjáum ekki, hvaða sérstöku stöðuveitingar hann eyrnamerkir sem 'pólitískar' -- það fær sennilega áfram að vera hans einkaleyndarmál. Svo er alveg vitað, að ýmsar af þessum stöðum, þótt “umdeildar” væru, s.s. hæstaréttardómara, fóru til afar hæfra manna, enda þótt t.d. megi tengja Jón Steinar Gunnlaugsson Sjálfstæðisflokknum. Veitingin verður ekki 'pólitísk' né álösunarverð fyrir því, enda var Jón Steinar þá þegar einn alhæfasti hæstaréttarlögmaður landsins og sá hæstlaunaði -- og hafði að baki ekki einungis glæsilegan málafærsluferil, heldur líka mjög marktæk ritstörf á fræðasviðinu (útgefnar bækur og greinar), sem og prófessorsstarf í Háskólanum í Reykjavík. Ef réttmætt er talið að ganga fram hjá hæstlaunaða lögmanni landsins, sem þó hefur þessar qualificationir, þá er eitthvað bogið, jafnvel rotið, við slíka viðmiðun. Eins var með annan dómara, Ólaf Börk Þorvaldsson. Þótt hann væri frændi Davíðs, veit ég ekki til, að hann tengdist "að öðru leyti" Sjálfstæðisflokknum, og hann var m.a.s. með eiginlega meistaraprófsgráðu í lögum (Legum magister), sem mótframbjóðandinn Inga Huld Hákonardóttir var ekki með, auk þess sem hann var með alllanga dómarareynslu. Að lokum er að því að huga, að vel stæðir menn eru oft íhaldssamari en þeir verr stæðu. Óneitanlega telst fólk í lögmannastétt með þeim betur stæðu. Þegar stór og að sumu leyti íhaldssamur flokkur, táknmynd stöðuglyndis í samfélaginu, nýtur kjörfylgis allt að 40% landsmanna, stundum jafnvel meira, flokkur sem m.a.s. 34.000 manns eru félagar í, eins og reyndin er með Sjálfstæðisflokkinn, þá ætti engum að koma á óvart, að margir í hópi lögmanna fylgi þeim flokki. Það væri Berufsverbot af harðskeyttri gerð, að menn í þessari starfsstétt mættu ekki sækja um dómarastöður, ef þeir tilheyrðu þeim stóra stjórnmálaflokki -- eða ef ráðherrann væri sífellt settur á sakamannabekk í fjölmiðlum fyrir að veita slíkum (og sannanlega mjög hæfum) mönnum embætti. Fyrir fram er líklegt, að jafnvel meira en 40% fólks í þeirri ríku stétt kjósi Sjálfstæðisflokkinn, þannig að ‘pólitísk’-stimplunar-gleði Gunnars Helga vegna þess, að í þessari starfsgrein sé allnokkurt hlutfall Sjálfstæðismanna, væri aldeilis út í hött. En hann birtir ekki einu sinni úttekt sína á þeim stöðuveitingum -- hefur þær bara nafnlaust innifaldar í sínum heildarniðurstöðum, sem minni spámenn Rúvsins á ríkisjötunni enduróma svo eins og heilagan sannleika. Svo má dást að því, hvað (vinstri) fjölmiðlamennirnir eru naskir að fiska upp þessa “frétt” einmitt fáeinum dögum fyrir kosningar .... En þakka þér annars fyrir pistlana þína, Sylvía.
Jón Valur Jensson (IP-tala skráð) 25.5.2006 kl. 01:17
heheh þú hlýtur að vera að GRÍNAST !!!!!
úfff bara BA ritgerð hérna á commentið :-)
Vona að þú sért ekki í vinnunni hehehe
En annars er verið að ræða ýmis störf ekki bara hæstarétta ráðningar ( er alveg sammála að hæfasta fólkið skal ráðið óháð flokksfylgni eða skyldleika). T.d. er mjög algengt í bæjarfélögum að þú verður að þekkja mann sem þekkir mann og frændi hans er í flokki sem er í meirihluta í því bæjarfélagi og þá hugsanlega getur fólk fengið vinnu þar allt saman klíka.
Eitt annað ég nenni nú ekki að lesa þessa niðurstöðu en er hann ekki bara að tala um pólítískar ráðningar og þá hefði ekki skipt máli hvaða flokkur er við stjórnvölin þeas að ef að t.d. framsókn væri með meirihluta þá kæmi sama niðurstaða þannig að ég held að þetta sé nú ekki endilega einblínt á Sjálfstæðismenn vill bara svo áheppilega til að þeir eru í meirihluta núna !!!!
katla (IP-tala skráð) 25.5.2006 kl. 21:06
Hlæðu bara, Katla mín, en í ritgerð Gunnars Helga var sagt frá niðurstöðum rannsóknar hans sem náði ekki til neinna starfsmanna sveitarfélaga, einungis ríkisstarfsmanna, og það sem meira er: "í reynd voru skoðaðar 111 stöðuveitingar til æðstu starfa hjá ríkinu á tímabilinu 2001–2005" (bls. 16. neðarlega í grein G.H.Kr., sem mér sýnist að Katla mætti kynna sér, áður en hún úttalar sig meira). Þess vegna er líka eðlilegt þetta sem ég skrifaði um Sjálfstæðisflokkinn, af því að þetta er á ríkisstjórnarárum hans. Hitt veit ég, að kratar, kommúnistar og framsóknarmenn hafa gegnum tíðina verið mjög drjúgir við pólitískar stöðuveitingar (og auðveldara að sýna fram á það, af því að þetta eru miklu minni flokkar). -- Og vitaskuld fjallar rannsókn G.H.Kr. ekki bara um hæstaréttardómara, en sú stétt var þó nefnd sem ein þeirra, sem rannsóknin náði til, en án þess að G.H.Kr. tiltæki, hvaða stöðuveitingar í þeirra tilfellum hann hefði talið 'pólitískar'. Mig grunar að hann stimpli t.d. embættisveitingu Jóns Steinars 'pólitíska', einfaldlega af því að sá maður hefur verið Sjálfstæðismaður. En sá vanþókknunarstimpill er, eins og ég hef sýnt fram á, allsendis óverðskuldaður í dæmi Jóns Steinars og ugglaust margra annarra. Með pólitíska stimplinum er verið að ýja að því, ef ekki fullyrða það beint, að viðkomandi stöðuveiting hafi verið ófagleg, viðkomandi ekki fengið hana vegna faglegra verðleika. En það á alls ekki við í tilfelli nefnds hæstaréttardómara.
Jón Valur Jensson (IP-tala skráð) 25.5.2006 kl. 22:45
Þarna átti að standa "á tímabilinu 2001 til 2005".
Jón Valur Jensson, 26.5.2006 kl. 01:00
úfff Jón Valur minn elsku besta krúttið mitt þú verður að lesa betur það sem ég skrifaði því ég tók það sérstaklega fram að þetta ætti við um alla flokka ekki bara sjálfstæðisflokkinn (vildi bara til að þeir eru einmitt í meirihluta núna) og dæmið sem ég tók um bæjarfélögin voru bara svona í víðara samhengi og kom þar þessari grein Herra Gunnars Helga ekkert við :-)
Var að ræða þetta ekki að dæma það sem þú skrifaðir því ég vil ekki meina að þetta sé tóma steypa sem þú skrifaðir.
Þú verður að LESA BETUR og skrifa minna :-)
katla (IP-tala skráð) 26.5.2006 kl. 10:43
Ég var heldur ekki að lýsa það tóma steypu sem þú skrifaðir, Katla mín, en ég var bara að benda á, að allur þunginn í því, sem G.H.Kr. var að skrifa um í ritgerð sinni, beindist að stöðuveitingum af ríkisins hálfu 2001- til 2005, þannig að skotmark hans er þeir tveir flokkar sem að henni standa. Gunnari Helga er t.d. bent á það í Staksteinum í dag, að pólitískar stöðuveitingar tíðkist ekkert síður í sveitarfélögum og að hann mætti einnig taka fyrir hugsanlegan klíkuskap við stöðuveitingar á vegum Háskóla Íslands. -- En öll meginatriðin í því, sem ég hef sagt hér á undan í innleggjum mínum, standa óhögguð þrátt fyrir þessar athugasemdir þínar, Katla, og þakka þér samt spjallið. --JVJ.
Jón Valur Jensson (IP-tala skráð) 26.5.2006 kl. 14:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.