SM - Hausmynd

SM

merkingar á umbúðum

gott að glöggva sig aðeins á því hvað þetta merkir.

Merkingar á plasti
Merkið segir að plastefnið sé hægt að endurvinna. Drykkjarílát sem gerð eru úr svokölluðu PE-plasti er hægt að endurvinna.  Undir merkinu er skammstöfun sem sýnir tegund plastsins.

Plastumbúðamerki

Endurvinnslumerkið
Endurvinnslumerkið er alþjóðlegt. Það táknar að umbúðirnar séu endurvinnsluhæfar eða séu a.m.k. að hluta til úr endurunnum efnum. Merkið gefur enga tryggingu fyrir því að sjálf varan sé endurvinnanleg eða að nota megi hana aftur.

 Endurvinnslumerki

Energy Star

Bandarískt merki sem notast á tölvur sem slökkva á sér sjálfar eftir notkun (orkusparandi kerfi).

Orkumerki

TCO 99

TCO 99 (95 eða 92) er sænskur umhverfis- og orkustaðall fyrir tölvur.  Einnig verður seljandi tölvunnar að taka hana í endurvinnslu eftir förgun.

Orkumerki

Bra Miljöval

Bra Miljöval er umhverfismerki sænsku náttúruverndarsamtakanna (Naturskyddsföreningen). Hér á landi finnst merkið helst á sápum og þvottaefnum.

af ust.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband