19.5.2006 | 09:59
Uppstigningardagur
er 25.maí, í næstu viku.
Uppstigningardagur er fjörutíu dögum eftir páska. Með honum hefst undirbúningstími þriðju stórhátíðarinnar, Hvítasunnu. Jesús steig upp til himna, ekki til að yfirgefa þennan heim og þessa jörð, heldur til að geta verið alls staðar nálægur. Eins og himinninn er lífsloftið sjálft sem umvefur okkur og án þess gætum við ekki lifað, eins vill hann umvefja okkur og vera okkur hjá. af kirkjan.is
Postulagasagan 1: 9. Þegar hann[Jesús] hafði þetta mælt, varð hann upp numinn að þeim ásjáandi, og ský huldi hann sjónum þeirra. 10. Er þeir störðu til himins á eftir honum, þegar hann hvarf, þá stóðu hjá þeim allt í einu tveir menn í hvítum klæðum 11. og sögðu: Galíleumenn, hví standið þér og horfið til himins? Þessi Jesús, sem varð upp numinn frá yður til himins, mun koma á sama hátt og þér sáuð hann fara til himins.
Flokkur: Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 10:16 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.