17.2.2007 | 22:31
hvít húð=velgengni
hrikaleg indversk auglýsing frá Unilever sem framleiðir húðhvíttunarefnið Fair and lovely. . Sjá hér.
Dótttirin er sem sagt í láglauna vinnu og getur þar með ekki séð um föður sinn í ellinni einsog sonur hefði ella gert og hún fær ekki betur borgaða vinnu því hún er svo dökk. En eftir að hafa notað Fair and lovely húðhvíttunarefnið þá fær hún vinnu sem flugfreyja og lifir hamingjusöm til æviloka...
Ömurlegt að sjá svona sjálfshatur hjá þeim sem eru ekki hvítir. T.d. í Suður-Ameríku og á Spáni þar sem ég hef verið eru allar konur í auglýsingum meira eða minna ljóshærðar. Skilaboðin eru stöðugt þau að dökkt sé ljótt og fátækt.
Þetta fyrirtæki Unilever á svo Dove fyrirtækið sem hefur verið með ,,real beauty" herferðir. Svo erum við að reyna að vera brún...
sjá meira á feministing.com
Chanel selur t.d. húðhvíttunarefni í Asíu .
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.