SM - Hausmynd

SM

persónur skipta alltaf máli

það er engin hlutlaus um neitt sem hann lætur frá sér. Við erum öll mörkuð af einhverju. Þetta er einhverskonar hroki að mótmæla myndbirtingunum, eins og þessir dómarar séu e-ð æðri öðru fólki. Það er ekki tilviljun að þarna sitja bara hvítir miðaldra karlar, sú staðreynd litar þeirra dóma.
mbl.is Lögmannafélagið harmar myndbirtingu af hæstaréttardómurum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það hlýtur að blasa við öllum skynsömum mönnum að ekki sé alls kosta rétt að birta umræddar myndir af dómrunum sem milduðu dóminn í sakamálinu. Dómar eiga ekki að vera persónubundnir dómurunum sjálfum heldur dómnum í heild. Afhverju? -Jú, hverju mundi það bjóða heim ef það ætti að birta passamyndir dómurum, fullt nafn þeirra og heimilisfang með hverjum dómi sem þeir mundu fella sem fólk væri ekki á eitt sátt með?

Ég veit persónulega um einn hæstarréttardómara sem sætti áreiti manna út í bæ, mörgum hverjum hátt settum þegar Öryrkjadómurinn féll á sínum tíma. Er það norm? Þessi myndbirting er í alla staði fáránleg og ekki til þess fallin að þyngja dóma yfir barnaníðingum, það er víst alveg ábyggilegt.

-a (IP-tala skráð) 8.2.2007 kl. 12:51

2 identicon

Fyrir stuttu féll dómur í Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem maður var sýknaður af nauðgunarkæru.

Fram kom í dómnum að stelpan var trúverðug en maðurinn ótrúverðugur. Samt sem áður var maðurinn sýknaður. Allt ætlaði um koll að keyra í þjóðfélaginu.

En af hverju var hann þá sýknaður? Kom aldrei fram í fjölmiðlum, en skortur á sönnunargögnum (skv. einum dómara Héraðsdóms Rvk.) var ástæðan.

En hverjir dæmdu í málinu? Miðaldra hvítir karlmenn? Nei, einn karlmaður og tvær konur! Þessi "miðaldra hvítir karlmenn dæma alltaf sakborningnum í hag" kenning (að það hafi áhrif á dóma þeirra) kolfellur!

Var myndbirting ekki viðeigandi þá? Á ekki bara alltaf að birta myndir af dómurunum þegar umdeildur dómur fellur? Jafnvel þótt blaðamennirnir, sem flestir hafa enga lögfræðiþekkingu, setji fram eindregna og frekar skekkta mynd af málinu til þess að selja blöð? Það er engin tilviljun að myndirnar birtust á forsíðunni! 

Af hverju að stoppa þar? Af hverju er alltílagi að birta mynd af dómurum sem dæma í Hæstarétti en ekki af manni sem grunaður er um að vera barnaníðingur? Hvernig stendur á því að jafn margir eru hlynntir myndbirtingu á Hæstaréttardómurum og voru mótfallnir myndbirtingu DV hér um árið? Hver er munurinn? Enginn! Annar er að sinna sínum störfum og starfar eftir þeim lögum sem þeim eru sett!

Vilji menn þyngja dóma er EKKI rétta leiðin að ráðast á Hæstarétt. Þótt alþingi rýmki refsirammann er það ekki nóg, því þeir eru bundnir af fyrri fordæmum sem gæti bakað íslenska ríkinu skaðabótaskyldu vegna brota á Mannréttindasáttmála Evrópu. Varla viljum við að maður sem allt í einu er dæmdur í 20 ára fangelsi fyrir að misnota börn (án lagabreytingar) fái bætur frá Íslenska ríkinu? 

Mr. FourEyes (IP-tala skráð) 8.2.2007 kl. 13:12

3 identicon

Mér finnst að birta ætti myndir af börnum dómaranna.

Eiríkur Kjögx (IP-tala skráð) 8.2.2007 kl. 13:17

4 Smámynd: Alvy Singer

Sylvía, ég segi þetta ekki oft en djöfull ertu heimsk! 

Alvy Singer, 8.2.2007 kl. 13:50

5 identicon

að sjálfsögðu á að draga dómarana inn í þetta,   þessir menn hefðu jafnvel geta þyngt dóminn samkvæmt réttarríkishugmyndinni að sambærileg mál fá sambærilega úrlausn ,  því þeir voru að horfa til fyrri dómsúrlausna þar sem maður var dæmdur í 18 mánuði fyrir brot gagnvart þrem stúlkubörnum en í umræddum dómi eru þær fimm.   Frá mínu sjónarhorni þá eru þessi menn sekir fyrir það að vernda ekki börnin í þjóðfélaginu og að nota ekki refsiramman til hins ítrasta.

vaskur (IP-tala skráð) 8.2.2007 kl. 15:25

6 Smámynd: SM

jæja Alvy og þú segir það undir dulnefni eða hvað?

SM, 8.2.2007 kl. 18:09

7 Smámynd: SM

Til Alvy. Í fyrsta lagi kallar þú fólk ekki heimskt, allir geta sagt heimska hluti en að kalla fólk heimskt er særandi og ljótt. Í öðru lagi ættirðu að rökstyðja mál þitt ef þú ert ósammála einhverjum, lærirðu það ekki í lagadeildinni?

SM, 9.2.2007 kl. 12:24

8 Smámynd: Alvy Singer

Sylvía, ég átti kannski að orða þetta öðruvísi, ,, Sylvía, ég segi þetta ekki oft en djöfull eru þetta heimskuleg skrif hjá þér". 

Þetta hefði verið betra.

Ég bið þig afsökunar, ef ég hef sært þig.

Það sem mér finnst heimskulegt að þú heldur að dómararnir sjálfir beri ábyrgð á mildun dómsins. 

Eins og stendur í Stjórnarskrá landsins þá er það hlutverk dómstóla að dæma eftir lögunum (öllum þeim réttarheimildum sem eiga við á hverjum tíma) og þegar þeir dæma í málum verð þeir að gæta að réttlátri málsmeðferð og jafnræði við úrlausn mála.

Í því felst að dómstólar skulu dæma svipuð tilfelli með svipuðum hætti og það kemur í veg fyrir að dómarar dæmi eftir einhverjum persónulegum skoðunum  sínum við ákvörðun refsingar.

Dómarar eiga því skv. hegningarlögum að dæma eftir lagaákvæðunum sem við á í hverju tilviki (skoða refsiramman) en krafna um réttláta málsmeðferð og jafnræði felst í því að dómstólar skulu dæma álíka refsingar fyrir sambærileg tilvik! Því er ekki bara hægt að skoða refsirammann heldur verður einngi að gæta að fyrri úrlausnum (fordæmum).

Það þýðir að þeir verða að gæta hlutlægni í hverju máli og vera sjálfstæðir í vinnubrögðum sínum. Þetta er meigin ástæða þess að þeir koma ekki fram í fjölmiðlum til að tala um einstök mál eða verja niðurstöðu sínar.

Þeir dæma ekki eftir sínum eigin skoðunum heldur komast þeir að niðurstöðu eftir athugun á gildani lögum og fara því eftir lögunum þegar þeir kvaða upp dóm.

En það sem Mogginn gerði með því að birta fangamyndir af dómurum Hæstaréttar var segja að þetta væri í raun þeirra (dómaranna) skoðun sem koma fram, þeir vildu ekki dæma manninn nema í 18 mánaðafangelsi, þeir ákveða eftir sínu höfðu hvað menn verða lengi í fangelsi! Sem er bara rangt!

Við skulum ekki persónugera Hæstarétt, það þýðir ekki heldur að senda mótmælabréf til Hæstaréttar það hefur  engann ávinning, en ef þú Sylvía ert ósátt við dóma Hæstaréttar skaltu senda þingmanni þínum bréf og fáðu hann til að breyta lögunum og herða refsirammann, þá verða dómar Hæstaréttar hertir. Því þeir eru bundnir lögunum!

Það skiptir í raun engu hverjir sitja dóminn hverju sinni, dómurinn hefði örugglega ferið eins ef tvær konur hefðu setið í honum (það eru tvær konur í Hæstarétti) þær eru ekki þekktar fyrir að dæma harðar en hinir í kynferðismálum.

Ég vil einnig benda þér á að sératkvæði í héraði hljóðaði uppá 15 mánuði!

Þessi einstaki dómur skiptir engu, hann er í raun enginn breyting. Ég vil einnig benda þér á að Hæstiréttur hefur verið að þyngja refsingar hægt og rólega en það tekur því miður mjög langan tíma því eins og ég sagði hér áðan verða þeir að gæta jafnræðis. Ef þeir gæta ekki jafnræðis og fara ekki eftir reglum um réttláta málsmeðferð þá getur Ísland orðið skaðabótaskylt gagnvart þjóðarétti! - Ekki viljum við það.

Ég vil biðja þig aftur afsökunar á að hafa kallað þig heimska, einnig er þessi texti mjög torfmeltur og örugglega fullt af staf- og málfræðivillum í honum en ég er því miður að flýta mér í kokteil! 

Alvy Singer, 9.2.2007 kl. 16:36

9 Smámynd: SM

kynni mín af þér hafa ekki verið til að auka álit mitt á lögfræðistéttinni...

SM, 9.2.2007 kl. 21:19

10 identicon

Hvers vegna voru þeir þá að milda dóminn fyrst refsiramminn bauð upp á harðari refsingu? Það hefur ekkert upp á sig að biðja þingmanninn að herða refsirammann ef það er svo aldrei farið eftir því.

Anna (IP-tala skráð) 10.2.2007 kl. 10:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband