SM - Hausmynd

SM

Varmá

139_Varma_Mosfellsbae Varmá er á náttúruminjaskrá. Sjá ust.is:

Varmá, Mosfellsbæ. (1) Varmá frá upptökum til ósa. (2) Varmá er eitt fárra varmavatna á landinu og hefur mikið vísindalegt gildi.

En samkvæmt lögum þá þarf sveitarfélagið ekki leyfi Umhverfisstofnunar til framkvæmda við náttúruminjar, bara við friðlýst svæði:

,,Ef vegna framkvæmda hætta er á röskun náttúruminja á náttúruminjaskrá þá þarf leyfi Umhverfisstofnunar til framkvæmda ef um friðlýst svæði er að ræða. Ef um er að ræða aðrar náttúruminjar á náttúruminjaskrá skal leita umsagnar og tilkynna Umhverfisstofnun um fyrirhugaðar framkvæmdir." af ust.is - Sjá einnig 38.gr laga um náttúruvernd.

Sveitarfélagið metur það sem sagt sjálft hvort um rask sé að ræða. Samkvæmt þessu geta sveitarfélög bara drullað yfir hvað sem þeim sýnist til að geta selt jarðir. Til hvers að skrá þá nokkuð sem náttúruminjar???

Hvað friðlýsingar varðar þá hefur það sýnt sig á síðustu misserum að þær halda ekki, þeim virðist nefnilega hægt að breyta að vild stjórnmálamanna, sbr.virkjanasvæðið f.austan.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband