SM - Hausmynd

SM

Förum að versla á Spáni

dós af kattamat - 30 kr.  foodomat59g

8 1l. fernur af djús - 380 kr. 

8 AA batterí -  132 kr.

Rauðvín - 175 kr.

Marmelaði - 70 kr.

kg. af kjúklingabringum - 616 kr.

Baquette -  60 kr.

2 croissantes -  84 kr.  

------------------------------------------------- 

1.547 kr.    Sama karfa hér á landi reiknast mér til að væri ekki undir 4.460 kr. 

Tekið af súpermörkuðunum  Lidl og Eroski á Spáni.

Já Ísland er best...Shocking
mbl.is Matarkarfan 170% dýrari á Íslandi en á Spáni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

þetta er náttúrulega bara rugl!!  Fella niður þessa dévítans verndartolla, lækka vsk-inn og vörugjöldin.  Svo er þetta líka í höndunum á okkur neytendum, við eigum ekkert að sætta okkur við okur.  Neytendasamtökin ættu að vera miklu duglegri að taka verðkannanir og þar með getum við neytendur haft meiri tilfinningu hverjir eru að okra og hverjir ekki.  Fyrir utan bankana, þeir okra allir.

station (IP-tala skráð) 30.1.2007 kl. 13:37

2 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Og til að gera þetta alveg sanngjarnt, þá gætum við líka þegið spænsk laun fyrir vinnuna okkar   Það þarf víst að reikna það inn líka

 Áfram Ísland

Sveinn Atli Gunnarsson, 30.1.2007 kl. 14:02

3 Smámynd: SM

ætli þau séu 170% lægri en hér?

SM, 30.1.2007 kl. 14:40

4 identicon

Hvernig væri að snúa þessu líka að verslunarmanninum???  Álagning í verslunum á Íslandi er svakaleg svo ekki sé meira sagt!  Eina ástæðan fyrir því að Baugur hefur rekið harðan áróður gegn íslenskri landbúnaðarframleiðslu er að þeir komast ekki upp með að leggja 100-200% á þær vörur eins og allar hinar vörurnar.  Því eins og fólk í viðskiptum veit þá er vara seld á hæsta verði sem hægt er að selja hana á hverju sinni óháð innkaupaverði.  Þá ættu Neytendasamtökin að vinna gegn því hvernig verslunarmenn eru vísvitandi að eyðileggja verðvitund almennings með verðbreytingum á vörum upp undir 10 sinnum á dag eins og gert er í Bónus.  Ora-baunir kosta kannski í Bónus frá 30 kr. upp í 150 kr. eftir hentugleika en hvað á dósin að kosta? Hvert er innkaupaverðið og eðlilegt söluverð miðað við normal álagningu?? 

Hilmar Vilberg Gylfason (IP-tala skráð) 30.1.2007 kl. 14:46

5 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Ég þekki ekki launamunin, en það er þó villandi að setja dæmið upp sem 170 % munur á verði, ef aðrir þættir eru ekki gefnir upp. Hver ætli munurinn sé á verði sömu körfu í Kína og Íslandi? En það er þó gott að það kemur upp umræða um verð á Íslandi (sem er of hátt að mínu mati), en það verður þó að vera einhver sanngirni í svona tölfræði.

Sveinn Atli Gunnarsson, 30.1.2007 kl. 16:00

6 Smámynd: SM

alveg sammála, þetta má ekki vera of einhliða eins og vill oft brenna við. 

SM, 30.1.2007 kl. 16:02

7 identicon

Á spáni eru verkamannlaun í kringum 33,000 á mánuði. Á því svínabúi sem ég vinn á eru mánaðrlaun í kringum 210,000. hérna vinna 10 manns Samtals 25,200,000 árslaun fyrir alla starfsmenn. á Spáni væru árslaun fyrir alla 3,960,000. Til að vinna kjötið frá þessu bú sem eru um 900 tonn þarf slátrun og kjötvinnslu þar sem starfa 70 manns sem eingöngu vinna kjötið frá frá þessu búi. Launakostnaður ári fyrir alla á íslandi 176,400,000 en spáni 27,720,000. Mikið af framleiðsluni á Spáni er unnið ólöglegu verkafólki frá Marakko sem aðeins fær húsaskjól í aflögðum vörugámum og mat fyrir vinnuna. Aðvitað getum við látið launalausa þræla vinna vöruna fyrir okkur. Hafið þið komið á kjötmarkaðina í þessum löndum, ansi viss um að margir missi matarlystina. Í Danmörku sem er nú talið fyrirmyndar land í landbúnaði og vinnslu en mjög opið fyrir innflutningi létust 28 manns ur salmonellu og 300 alvarlega veikir fyrir lífstíð. Auðvitað er það ekkert mál, bara að fá ódýrt .  Í dag er tollfrjáls innflutningur grænmeti sem var ekki fyrir þrem árum, hefur verðið lækkað út úr verslun, nei eina sem hafðist upp úr því er að grænmetis framleiðslan lagðist af á stórum svæðum Ef við ætlum flyta grænmeti,svínakjöt eða kjúklinga inn í Evrópusambandi þurfum greiða  yfir 400% í tolla. Aðvitað opnum við fyrir óheftan innflutning og læsum íslenska bændur fasta. Ég veit það verður mikil og ódýr veisla svona allavega til að byrja með hvað sem verður svo

Gunnar Gunnarsson (IP-tala skráð) 30.1.2007 kl. 16:27

8 identicon

Já það er ódýr matvara á Spáni, ókeypis heilbrigðiskerfi ss ókeypis að fara til læknis, og ódýrt að fara á veitingastað...en svo er aftur ámóti rándýrt húsnæði, mjög lítill styrkur til kvenna með börn, óöryggistilfinning, sundlaugarvatn úr krananum...allt í allt er betra að búa á íslandi ef þú ert meðalJón en betra að búa á Spáni ef þú ert vel stæður...Er óréttlátara kerfi stéttaskipptara.

Ragnheiður Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 31.1.2007 kl. 11:23

9 Smámynd: SM

það er þegar orðið mjög stéttskipt hér

SM, 31.1.2007 kl. 12:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband