SM - Hausmynd

SM

Englar

Biblían talar mikið um engla og í Sálmunum stendur:

Angel-Gabriel-Giclee-Print-C1172138591.11-12:

Því að þín vegna býður hann út englum sínum til þess að gæta þín á öllum vegum þínum.
Þeir munu bera þig á höndum sér, til þess að þú steytir ekki fót þinn við steini. 

Hér er minnst á verndarenglana en englar eru margskonar, oftast eru þeir sendiboðar Guðs en líka Satans. ,,Engill" þýðir sendiboði bæði á hebresku og grísku .

Hér er verið að tala um verur af öðrum heimi sem ekki er hægt að sanna að séu til. Sumir segjast hafa séð engla eða fundið fyrir þeim, margir af þeim sjónarvottum eru í biblíunni. Þeir englar sem við þekkjum best eru Gabriel og Lúsifer. Gabriel kom til Maríu, en Lúsifer ofmetnaðist og var hent út úr himnaríki og gerir sem hann getur til að eyðileggja Guðs góðu sköpun.

lucifer

 

Englum er lýst sem fallegum og stundum eru þeir í líki fallegs fólks. Fjöldi þeirra er óteljandi samkvæmt biblíunni,sbr. ,,himneska herskara." 

 

Ég hef ekki séð engil, hver myndi ss. trúa manni þó svo væri?  En það hefur komið fyrir að maður fái hjálp rétts fólks á réttum tíma og það kalla ég engla. Sumir halda að fólk verði englar á himnum en það getur ekki staðist skv. biblíunni, englar eru sér fyrirbæri.

Jesús minnist oft á engla t.d. að þeir geti komið honum til hjálpar(Mt.26.53) og þeir hjálpa honum í Getsemane og engill er við tómu gröfina.

eu031001

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband