SM - Hausmynd

SM

Fyrirgefningin

c_documents_and_settings_margret_my_documents_my_pictures_3567.jpg

Er að lesa bókina Fyrirgefningin eftir Gerald J.Jampolsky. So far er hún fín en það er gott að takast á við sjálfan sig varðandi fyrirgefninguna, því við erum öll að díla við hana að einhverju leyti allt lífið.

Hér eru góðir punktar: Með því að fyrirgefa tekur þú ákvörðun um að hætta að þjást.

og: Ég þarf aðeins að hætta að dæma til að vera hamingjusöm/samur.

Er að sjálfsögðu mjög kristilegt:

Pétur spurði Jesú hve oft hann ætti að fyrirgefa bróður sínum? Svo sem sjö sinnum. Nei, segir Kristur ekki sjö sinnum, heldur sjötíu sinnum sjö. Og svo segir hann dæmisöguna. Við eigum að fyrirgefa náunga okkar því að Guð fyrirgefur okkur, en við getum ekki þegið þá fyrirgefningu nema með því að hefja nýtt líf og fyrirgefa öðrum. En nú kemur rúsínan í pylsuendanum: Eins og við eigum að fyrirgefa náunga okkar sjötíu sinnum sjö sinnum, þá er Guð þess tilbúinn líka.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband