12.1.2007 | 20:24
Ég er svo sammála honum Val
og hef líka verið að spá í að blogga annars staðar vegna þessa.
af (fyrrum)síðunni hans:
12.1.2007 | 20:15
Trölli stað jólunum og stjórnmálamenn stálu blogginu.
Ekki finnst mér langt síðan bloggið hóf göngu sína hér á mbl.is. Þá var gaman. Þarna sá maður sýnishorn íslensku þjóðarinnar. Hægt og hægt fór að halla undan fæti og í því sem kallað var valið blogg fannst varla annað en þekktir stjórnmálamenn.
Forystumenn flokka sáu að auðvitað yrði rödd flokksins að heyrast og lausnin lá í augum uppi. Forystusauðir áttu að rita eitthvað gáfulegt daglega og hinn almenni flokksmaður átti að sjá um að fara inn á bloggið svo menn kæmust hátt á lista. Þannig var tryggt að rödd flokksins yrði alltaf vel sýnileg á mbl.is. Þetta hefur kostað það að við þessir almennu bloggarar höfum orðið undir og ekki átt möguleika. Mikið skelfing vildi ég óska að þeir á mbl.is tækju upp þann sið að velja tilviljunarkennt (random) hverjir birtast í völdu bloggi í stað þess að hampa endalaust þessum sömu. Á þennan hátt mundu lesendur síðunnar verða varir við að það kunna fleiri að skrifa, en þeir sem hafa þekkt andlit.
Ég hef nú beðið netdeild Moggans að eyða þessari bloggsíðu minni. Ég þakka því þeim sem hafa gerst vinir mínir á blogginu. Eins þakka ég þeim, sem nennt hafa að lesa og alveg sérstakar þakkir til þeirra, sem hafa glatt mig með því að segja að þetta hafi verið góð tilraun að reyna að halda blogginu á léttum nótum að mestu utan við pólitík.
Eins og þeir segja á enskunni. Over and out.
Athugasemdir
Hæ Sylvia. Það er bara einn lesandi sem maður á að hafa í huga við blogg. Það er maður sjálfur. Blogg er fínt tæki til að ígrunda lífið. Moggabloggið er ekkert verra bloggkerfi þó þar bloggi líka stjórnmálamenn sem líta á það sem lið í sínu framabrölti að vera sem mest lesnir. Akkúrat núna rétt fyrir kosningar þá er það mikið atriði fyrir þá að ná til fjöldans og þeir leggja meira að sér en vanalega.
Það er samt fátt ömurlegra en stjórnmálamenn sem loka blogginu sína strax daginn eftir kosningar og nenna svo ekkert að miðla til almennings fyrr en í næstu kosningahrinu.
Þessir fjölmiðlamenn sem blogga hérna eru nú ansi ritfærir margir og ekki skrýtið að þeir séu í valin blogg. En það eru nokkrir ungir karlmenn á hægri væng stjórnmála sem blogga endalaust einhvern hversdagsleika og taka alltaf mjög fyrirsjáanlega afstöðu eins og þeir séu vélmenni sem ég er ekki alveg að fatta vinsældir hjá og hvers vegna svo margir svoleiðis eru í valin blogg. Sennilega leggja þeir ofurkapp á að koma sér þangað. Eða bara það sýnir að þeir sem lesa moggabloggið eru afar borgaralega þenkjandi og finnst gaman að lesa hversdagsleg og lítt spennandi skrif ungra þægra hægri manna.
Salvör Kristjana Gissurardóttir, 12.1.2007 kl. 22:03
það er rétt maður gerir þetta mest fyrir sjálfan sig, nokkurs konar dagbók kannski, en hitt bara pirrar mig, svona elítu dæmi sem var ekki áður þegar allir voru jafnir. Annars les ég engin ,,valin blogg" og hef aldrei gert nema þá þitt Salvör.
SM, 13.1.2007 kl. 09:40
Sammála þessu varðandi þessa stjórnmálamenn. Mætti hafa þetta blandaðra.
Ragnheiður Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 15.1.2007 kl. 10:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.