Færsluflokkur: Kvikmyndir
16.8.2008 | 15:39
Trúarruglið
heimildarmynd Bill Maher um trúarbrögð
Maher hjá Larry King:
Sammála honum að the magic word 'faith´ er ekki ásættanlegt til að réttlæta hvað sem er.Kvikmyndir | Breytt s.d. kl. 15:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.3.2008 | 01:51
The garbage warrior
Heimildarmynd um mann sem hannar og byggir ódýr eco-hús úr dekkjum og flöskum, en á í stríði við yfirvöld. Áhugavert.
Kvikmyndir | Breytt s.d. kl. 01:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.2.2008 | 15:32
Stuttmyndir tilnefndar til Óskarsins
sá í gær þær fimm stuttmyndir sem tilnefndar eru þetta árið. Mér fannst sú belgíska best;Tanghi Argentini. En sú breska; The Tonto woman er líka góð. Brot úr myndinni:
22.2.2008 | 02:11
Rock on
girls!
A trailer for the movie about four girls who encounter the Rock 'n' Roll Camp for Girls.
Aldeilis verðugt viðfangsefni.
2.12.2007 | 13:27
Spaceship earth
fór að sjá aðra heimildarmynd í gærkvöldi í Django´s playhouse, sem er lítið bíóhús hér í bæ. Sáum Dr´s Bronners Magic Soapbox. Sápa þessi er víst víðkunn hér og vinsæl í heilsubúðum enda hægt að nota í allt og er umhverfisvæn.
Framleiðandinn Dr.Brenner, var innflytjandi frá Þýskalandi og ansi spes karakter, hann vildi sameina mannkyn og mottó hans var All-One-God-Faith. Merkimiðarnir á sápunni eru fullir af trúarhugmyndum hans.
Það sem er svo frábært að öll framleiðslan er umhverfisvæn einsog mögulegt er og launamunurinn í fyrirtækinu er aðeins fimmfaldur á þeim ´hæsta´og ´lægsta´. Og mikið fer í líknarfélög.
Þetta var skemmtileg mynd og mig langar að prófa þessa sápu.
Kvikmyndir | Breytt s.d. kl. 13:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.11.2007 | 01:48
Brúin
Heimildarmynd um San Fransisco brúna. Sá þessa mynd í gær og hún er ansi mögnuð og vel gerð en er ekki fyrir viðkvæma. Er um hin fjölmörgu sjálfsmorð sem eiga sér stað þar.
People suffer largely unnoticed while the rest of the world goes about its business. This is a documentary exploration of the mythic beauty ... of the Golden Gate Bridge, the most popular suicide destination in the world, and those drawn by its call. Steel and his crew filmed the bridge during daylight hours from two separate locations for all of 2004, recording most of the two dozen deaths in that year (and preventing several others). They also taped interviews with friends, families and witnesses, who recount in sorrowful detail stories of struggles with depression, substance abuse and mental illness. Raises questions about suicide, mental illness and civic responsibility as well as the filmmaker's relationship to his fraught and complicated material
Kvikmyndir | Breytt s.d. kl. 02:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.11.2007 | 21:48
Amexicano
Afrekaði það að fara á eina mynd á kvikmyndahátíðinni, Amexicano heitir hún, sem er leikin og fjallar um ólöglega innflytjendur hér, frá Mexíkó. Ansi góð mynd og ég hef sérstakan áhuga á þessu málefni m.a. vegna þess að spítalinn fær þónokkuð af ólöglegum innflytjendum til sín. Þau eru þá vanalega aldrei með skilríki og oftast ansi uggandi um sína stöðu. En spítalinn má ekki láta lögregluna vita af þeim samkvæmt lögum, en það gerist þó stundum hér í Ameríku. Ólöglegu innflytjendurnir eru þá án tryggingar og spítalinn borgar þá allan kostnað. Mér finnst það frábært af annars mjög svo ömurlegu heilbrigðiskerfi, en það er líka mjög óréttlátt gagnvart ameríkönum sem þurfa að borga allt í botn.
En ansi góð mynd sem gefur innsýn í líf þessa fólks og hvað það þarf að ganga í gegnum oft á tíðum.
Kvikmyndir | Breytt s.d. kl. 21:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.7.2007 | 00:39
Bad jokes
7.4.2007 | 18:57
La Marche de l´Empereur
er svo falleg mynd.
En maður þarf að hafa séð hana til að skilja um hvað hún er.25.3.2007 | 16:45
Börn á 300 myndinni
Sá myndina 300 í bíó í gær kl.17:30 og tók eftir karli með 4 börn, að mér sýndist, öll undir 12 ára. Þau yngstu voru c.5 og 7 ára. Ég spurði miðastrákinn hvort myndin væri ekki bönnuð börnum og hann sagði jú en í lagi í fylgd með fullorðnum.
Þessi mynd er vægast sagt mjög ofbeldisfull og hryllileg út í gegn og á ekkert erindi til ungra krakka. Þessi karl þarna með krakkana hefur eflaust bara verið að hugsa um sjálfan sig og ekki nennt á barnvæna mynd. Mér finnst þetta bara ömurlegt. Ættu að vera takmörk fyrir því hve ung börn mega fara á myndir með fullorðnum þegar þeir fullorðnu eru greinilega ekki að bera hag þeirra fyrir brjósti.
Kvikmyndir | Breytt s.d. kl. 17:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)