Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
15.10.2008 | 16:09
trúi því tæplega...
,,Með gerð skýrslunnar yrði aflað staðreynda um starfsemi bankanna Glitnis, Landsbanka Íslands og Kaupþings, útibúa þeirra, og fyrirtækja í þeirra eigu, tilfærslu eigna, einkum á síðustu mánuðum starfseminnar. Markmiðið yrði að kanna, hvort sú háttsemi hefði átt sér stað, sem gæfi tilefni til lögreglurannsóknar á grundvelli laga um meðferð opinberra mála.''
...
![]() |
Allt verður rannsakað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.10.2008 | 09:03
Bestu bankarnir eru í Kanada
samkvæmt könnun the World Economic Forum(kannski Kanada vilji taka við okkur?). Ísland er ekki á topp 20 listanum og ég get ekki séð í hvaða sæti það er/var, kannski einhver getur séð það betur.
HIGHEST SCORES
1. Canada
2. Sweden
3. Luxembourg
4. Australia
5. Denmark
6. Netherlands
7. Belgium
8. New Zealand
9. Ireland
10. Malta
11. Hong Kong
12. Finland
13. Singapore
14. Norway
15. South Africa
16. Switzerland
17. Namibia
18. Chile
19. France
20. Spain
39. Germany
40. United States
44. United Kingdom
![]() |
Annar stærsti banki Rússa biður um ríkisaðstoð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
7.10.2008 | 07:50
Þorvaldur Gylfason
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 07:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.10.2008 | 21:35
engar fréttir
daginn sem það voru engar fréttir
![]() |
Fundi lokið með SA og ASÍ |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.9.2008 | 08:39
skapabarmaaðgerð kostaði nú bara 54.000 kr hér heima
þarna á Húsavík árið 2006...sjá frétt.
Man ég skoðaði verðskrá þeirra fyrir nokkrum árum og þar var langur listi yfir allar mögulegar aðgerðir á konum, en bara 2-3 atriði sem voru í boði fyrir karlmenn...enda þurfa þeir ekki eins miklar lagfæringar og við konurnar.
![]() |
Kynfæraaðgerðir vafasamar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.8.2008 | 21:20
Flott framtak
![]() |
NAVIA hleypt af stokkunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.6.2008 | 12:39
karlremban sem Clinton þarf að þola
sem og aðrar konur í fjölmiðlum hér ytra.
Þetta eru nú meiri spekingarnir...
via feministing.com
![]() |
Ákvörðun um atkvæðavægi áfall fyrir Clinton |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
29.5.2008 | 21:41
ekki hægt að horfa á fréttatíma RÚV á netinu
hvernig er þetta með útvarp/sjónvarp allra landsmanna sem réttlætir tilveru sína á því að vera neyðartæki eimhverskonar, að ekki er hægt að horfa á veffréttir loksins þegar eitthvað gerist sem skiptir alla máli? Maður vill fylgjast með hérna í útlöndum.
- Vegna bilunar eru aukafréttir og fréttir kl. 19 ekki aðgengilegar. Unnið er að viðgerð.
Jæja ég horfi þá bara á Stöð 2.
![]() |
Altari kirkjunnar í molum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
22.5.2008 | 12:06
vinnuþrælar Ameríku vilja hingað
fólk hér í USA á ekki orð yfir það sem maður segir þeim um velferðarkerfið og vinnutíma á Íslandi, það er svo gjörólíkt því ameríska. Hér á spítalanum fær fólk 1 viku í sumarfrí , en það má aðeins vera frá störfum í viku. Yfir árið fær það c. 26 daga í heildarfrí(allir opinberir frídagar og veikindadagar eru innifaldir í því).
Ég ræddi við konu í gær sem var alvarlega að spá í að flytjast til Evrópu jafnvel Íslands, þar sem hún gæti haft betri vinnutíma og átt meira frí, eins þar sem hún þyrfti ekki að óttast heilbrigðiskerfið. Ég prentaði út fyrir hana það sem Alþjóðahúsið segir um innflytjendareglur...já hver veit kannski fara ameríkanar að streyma hingað...

Overworked and Underpaid
![]() |
Ættu allir að flytja til Íslands? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
21.5.2008 | 21:30
Gósenlandið Ameríka
Ég er að læra meira og meira inná þetta heilbrigðiskerfi hérna í USA, maður fékk góða innsýn í heimildarmynd Michael Moore, Sicko, og við að vinna á spítalanum en samt er þetta allt eitthvað svo ótrúlegt, svo ólíkt okkar kerfi...enn sem komið er...sem betur fer.
Hér eru þrjú dæmi sem ég hef heyrt af hér frá fólkinu sjálfu(NB þetta eru ekki sjúklingar á spítalanum, heldur fólk sem ég hitti hér):
- Ung kona þarf að fara í ennisholuaðgerð(sinus) og hún er með tryggingu, allt í góðu, nema hvað eftir aðgerðina, sem tryggingarfélaaið hafði samþykkt, fær hún bréf þar sem þeir segjast ekki geta borgað þetta því þetta hafi verið pre-existing condition(vinsæl afsökun til að borga ekki)...Hún skuldar því nú 12.000$ eða um 900.000 kr.
- Maður er lagður inn vegna hjartaáfalls, hann er ekki með tryggingu, því hann var að skipta um vinnu, og tryggingin hefst ekki fyrr en eftir 90 daga á nýjum stað. Hann á von á reikningi uppá um 100.000$, um 7 milljónir kr. fyrir c.viku sjúkrahúslegu.
- Kona eignast barn, hún er með tryggingu en af því að barnið var tekið með keisara þá greiðir tryggingin ekki slíkan kostnað, því það er ekki eðlileg fæðing, hún hefur þegar fengið reiknig uppá 2.500$, um 180.000 kr., en á von á meiru. Hún fékk líka 10 vikna fæðingarorlof, en slíkt er normið hér(reyndar voru 2 af þessum vikum gjöf frá samstarfsfélögum sem gáfu henni frídagana sína en slíkt viðgengst hér).
Þetta er allt eftir þessu, þetta er alveg ömurlegt, enda missir fólk aleiguna ef það veikist og er einhvernveginn á milli kerfa...en þannig er þetta líka allt sett upp, bara peningamaskína. Guð forði íslendingum frá því að glepjast af þessu kerfi ameríkananna.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)