18.1.2007 | 11:53
fyrir mjólkandi mæður
Nursing covers til að hlífa okkur hinum þegar þú gefur barninu brjóst... Frá Ameríku.
Hér erum við mjög frjálsleg með brjóstagjöf en það er ekki sama hvernig er með þetta farið að mínu áliti. Þessi hlíf er kannski full tepruleg.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.1.2007 | 23:59
Ísland
það er bara sorglegt að lesa gróðatölur Vínbúðarinnar. Hvað er álagningin aftur há núna á áfengi á þessu landi? Jú innkaupsverðið er 23% af verði bjórs...ríkið fær rest.
Sjá verðlagningu áfengis frá 2004.
![]() |
Velta vínbúðar jókst um 24% milli ára |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 18.1.2007 kl. 00:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.1.2007 | 23:32
Kvenpersóna
hvaða kvenpersóna úr bókmenntunum ertu?
Ég er::: 8% of people had this result.
Þetta vita nú allir sem mig þekkja...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.1.2007 | 23:29
list
skjöldur indíana í Norður Dakóta frá um 1850. Á hann er málaður verndarengill eigandans, nautið, sem á að hafa opinberast honum svona við föstur og bænir.
af Nelson Atkins museum of art.
17.1.2007 | 22:46
copy og paste
Vefurinn | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
17.1.2007 | 08:36
Viltu kasta upp?
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 08:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
16.1.2007 | 22:38
Til umhugsunar
Anything that is too stupid to be spoken is sung.
- Voltaire
Spurning að fara bara að syngja það sem að manni finnst asnalegt að segja??
Death, so called, is a thing which makes men weep, And yet a third of life is passed in sleep.
- Lord Byron
If you always do what interests you, at least one person is pleased.
- Katharine Hepburn
Until you're ready to look foolish, you'll never have the possibility of being great.
-Cher
A bird doesn't sing because it has an answer; it sings because it has a song.
-Maya Angelou
Take rest; a field that has rested gives a bountiful crop.
-Ovid
Menning og listir | Breytt 17.1.2007 kl. 08:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.1.2007 | 21:39
Bóklestur
Nú er ég að lesa þrjár bækur í einu, þær eru:
a. Kite runner e. Khaled Hosseini. Þetta er fyrsta bók hans og fjallar um afgana sem elst upp í Kabúl um miðja síðustu öld. Mjög góð bók að mínu mati sem og annara, en hún var númer 1. í Ameríku.
b. Sendiherrann e. Braga Ólafsson. Hún er ágæt en frekar leiðinlegir karakterar í henni.
c. Upp á sigurhæðir saga Matthíasar Jochumssonar e. Þórunni Valdimarsdóttur. Hún er líka ágæt en það hlýtur að vera erfitt að púsla saman ævi löngu látins manns, en annars ágætis íslandssaga.
Bækur | Breytt s.d. kl. 21:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.1.2007 | 21:14
Photoshop
dæmi:
Eitthvað til að spá í áður en maður lætur selja sér andlitskrem á 6.000 kr.
Eftir Christiane Beaulieu.
Læt fylgja með grein The Independent um að ódýrari hrukkukrem séu jafnvel betri en dýr. En samt er árangurinn aðeins sjáanlegur í smásjá...
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 21:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.1.2007 | 20:50
meira um bankaóvinsældir
Egill Helgason tjáir sig um bankaruglið hér á landi. Leyfi mér að birta það hér, heyr heyr!:
(...)Okurvextirnir hérna eru þjóðarböl. Það er ekki hægt að láta eins og bankarnir beri ekki þar sök á, að þeir séu bara að starfa innan ramma þess sem er leyfilegt og löglegt. Eitt sinn var talað um það sem er löglegt en siðlaust - þannig er einmitt farið um starfsemi bankanna á Íslandi. Yfirdráttarvextir sem eru á þriðja tug prósenta, húsnæðislán sem margfaldast á tímanum sem tekur að greiða þau upp - þetta er ekkert annað en sjúkt. Viðhofið til kúnnanna er eins og þeir séu dýr sem skuli leidd til slátrunar.
Hví ætti maður þá að bera virðingu fyrir þessum stofnunum?
Svona starfsemi þrífst í skjóli fákeppni og einangrunar, enginn þarf að segja manni að bankarnir með allan sinn stjarnfræðilega hagnað geti ekki boðið upp á betri kjör. Bankarnir hafa sjálfsagt náð frábærum árangri í útrásinni, þeir borga sumum starfsmönnum sínum mjög há laun, en meðan staðan er svona getur maður ekki annað en haft horn í síðu þeirra. Og það hefur þjóðin líka.
Nýlega var gerð könnun þar sem var rannsakað viðhorf Íslendinga til bankanna. Hún leiddi í ljós að þeir eru afar óvinsælir. Fyrir tilviljun var ég einn þeirra sem var spurður í þessari könnun. Hún var reyndar þannig úr garði gerð að mjög erfitt var fyrir þátttakendur að segja raunverulega skoðun sína. Hún var full af skrítnum útúrsnúningum og spurningum sem skipta engu máli. Þess vegna kom mér á óvart hvað niðurstaðan var ótvíræð.
Bankarnir eru duglegir við að styrkja alls konar starfsemi, íþróttafélög og menningu. Enn duglegri eru þeir við að auglýsa ímynd sína, hvað þeir eru frábærir. Sá síðasti sem var kallaður til var grínleikarinn John Cleese. Ég held að ég tali fyrir munn margra Íslendinga þegar ég segi:
Ekki meiri Cleese, plís!
Lækkið frekar vextina. Hættið að okra á okkur! (...)
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.1.2007 | 18:15
Second life
var að uppgötva þennan leik á netinu þar sem maður velur sér útlit og nafn og labbar um, þarna eru söfn og verslanir t.d., og hægt er að tala við aðra og kaupa jörð og byggja sér hús og fleira. Hef bara lesið um þetta en er föst á byrjunarreit því að tölvan mín er of lítil fyrir þetta... arg.
Vefurinn | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
14.1.2007 | 10:26
Orð dagsins
Guðspjall, Lúkas 19.1-10
Jesús kom til Jeríkó og gekk gegnum borgina.En þar var maður, er Sakkeus hét. Hann var yfirtollheimtumaður og auðugur.Langaði hann að sjá, hver Jesús væri, en tókst það ekki fyrir mannfjöldanum, því hann var lítill vexti.Hann hljóp þá á undan og klifraði upp í mórberjatré til að sjá Jesú, en leið hans lá þar hjá.Og er Jesús kom þar að, leit hann upp og sagði við hann: Sakkeus, flýt þér ofan, í dag ber mér að vera í húsi þínu.
Hann flýtti sér ofan og tók á móti honum glaður.Þeir er sáu þetta, létu allir illa við og sögðu: Hann fer til að gista hjá bersyndugum manni.
En Sakkeus sté fram og sagði við Drottin: Herra, helming eigna minna gef ég fátækum, og hafi ég haft nokkuð af nokkrum, gef ég honum ferfalt aftur.
Jesús sagði þá við hann: Í dag hefur hjálpræði hlotnast húsi þessu, enda er þessi maður líka Abrahams sonur. Því að Mannssonurinn er kominn að leita að hinu týnda og frelsa það.
Hér er það Jesús sem að fyrra bragði kallar á Sakkeus og þannig er það, Guð á frumkvæðið
að því að kalla okkur.Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 10:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.1.2007 | 09:31
Extras
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.1.2007 | 17:02
Veggskraut
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 17:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.1.2007 | 16:39
Venus ofl.
13.1.2007 | 16:30
Vintage
þessi baðherbergi minna mig á bækur sem maður las sem krakki. Þar var stíllinn oft þessi. Ég fæ næstum gubbu af að horfa á þetta...
flickr er svo vintage barnabókasíða.
by the way Sindy baðherbergi:
Bækur | Breytt 21.1.2007 kl. 09:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.1.2007 | 15:56
Anne Taintor
Vefurinn | Breytt s.d. kl. 16:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.1.2007 | 20:24
Ég er svo sammála honum Val
og hef líka verið að spá í að blogga annars staðar vegna þessa.
af (fyrrum)síðunni hans:
12.1.2007 | 20:15
Trölli stað jólunum og stjórnmálamenn stálu blogginu.
Ekki finnst mér langt síðan bloggið hóf göngu sína hér á mbl.is. Þá var gaman. Þarna sá maður sýnishorn íslensku þjóðarinnar. Hægt og hægt fór að halla undan fæti og í því sem kallað var valið blogg fannst varla annað en þekktir stjórnmálamenn.
Forystumenn flokka sáu að auðvitað yrði rödd flokksins að heyrast og lausnin lá í augum uppi. Forystusauðir áttu að rita eitthvað gáfulegt daglega og hinn almenni flokksmaður átti að sjá um að fara inn á bloggið svo menn kæmust hátt á lista. Þannig var tryggt að rödd flokksins yrði alltaf vel sýnileg á mbl.is. Þetta hefur kostað það að við þessir almennu bloggarar höfum orðið undir og ekki átt möguleika. Mikið skelfing vildi ég óska að þeir á mbl.is tækju upp þann sið að velja tilviljunarkennt (random) hverjir birtast í völdu bloggi í stað þess að hampa endalaust þessum sömu. Á þennan hátt mundu lesendur síðunnar verða varir við að það kunna fleiri að skrifa, en þeir sem hafa þekkt andlit.
Ég hef nú beðið netdeild Moggans að eyða þessari bloggsíðu minni. Ég þakka því þeim sem hafa gerst vinir mínir á blogginu. Eins þakka ég þeim, sem nennt hafa að lesa og alveg sérstakar þakkir til þeirra, sem hafa glatt mig með því að segja að þetta hafi verið góð tilraun að reyna að halda blogginu á léttum nótum að mestu utan við pólitík.
Eins og þeir segja á enskunni. Over and out.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
12.1.2007 | 15:32
áheitabankinn
Hér er enn einn bankinn á netinu sem ég rakst á, nema hvað þessi gengur út á það að heita því að gera eitthvað(góðverk helst) gegn því að aðrir geri e-ð góðverk líka. T.d. einsog þessi gerir:
"I, Vickram, will donate $65 to help 2 women in Niger (West Africa) become literate but only if 10 other people anywhere in the world will do the same."
Þannig á þetta að stuðla að betri heimi.
Vefurinn | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)