SM - Hausmynd

SM

Ingvar Kamprad

stofnandi Ikea er nýja hetjan mín. Hann er einn af tíu ríkustu mönnum í heimi en berst ekki á (nokkuð sem margir hér á flottræflalandi mættu taka sér til fyrirmyndar). Hann er uber sparsamur og nýtinn enda alinn upp í kalvínsku vinnusiðgæði.

 

Ingvar kemur fyrir sem mjög alþýðlegur maður, er mjög sparsamur, t.d. notar hann oft strætó, keyrir um á 15 ára gömlum Volvo og er mikið í mun að verði í verslunum hans sé stillt í hóf. Um hófsemi sína segir hann: ,,How the hell can I ask people who work for me to travel cheaply if I am travelling in luxury? It's a question of good leadership.

Á krepputímum er gott að temja sér álíka lífsstíl, er líka bara nokkuð gaman.

Leist vel á frétt Baggalúts um daginn að Ikea hefði keypt Ísland, ekki slæm hugmynd, þurfum nýja sýn á hlutina.

 

 

Ingvar og frú. 


mbl.is IKEA hækkar verð um 25%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband