SM - Hausmynd

SM

að hugga sig við orð Guðs

Jesaja 43.1-5

 En nú segir Drottinn svo, sá er skóp þig, Jakobsætt, og myndaði þig, Ísrael: Óttast þú eigi, því að ég frelsa þig. Ég kalla á þig með nafni, þú ert minn.

    Gangir þú gegnum vötnin, þá er ég með þér, gegnum vatnsföllin, þá skulu þau ekki flæða yfir þig. Gangir þú gegnum eld, skalt þú eigi brenna þig, og loginn skal eigi granda þér.

    Því að ég, Drottinn, er Guð þinn, Hinn heilagi í Ísrael frelsari þinn. Ég gef Egyptaland í lausnargjald fyrir þig, læt Bláland og Seba í stað þín.

    Sökum þess að þú ert dýrmætur í mínum augum og mikils metinn, og af því að ég elska þig, þá legg ég menn í sölurnar fyrir þig og þjóðir fyrir líf þitt.

   Óttast þú eigi, því að ég er með þér.

- 19 Sjá, nú hefi ég nýtt fyrir stafni, það tekur þegar að votta fyrir því _ sjáið þér það ekki? Ég gjöri veg um eyðimörkina og leiði ár um öræfin.  

Á spítalanum þegar fólk stð frammi fyrir hörmulegum aðstæðum var oft gott að hvíla í sálmunum(t.d. Sl.121) eða Orðinu. Hafa í huganum þessi orð aldanna sem hugga.  Hvort sem maður telur sig trúaðann eða ekki þá eru þetta orð sem hafa hjálpað fólki. Fylla mann æðruleysi. Að ná ró og anda djúpt inn og út hjálpar manni líka að hugsa skýrar á erfiðum tímum. 


mbl.is Víðtækar heimildir til inngripa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband