SM - Hausmynd

SM

Sushi

Fór út að borða í kvöld með stelpunni sem lánaði mér herbergið sitt og kærasta hennar. Fórum á Sushi stað í gamla miðbænum sem var mjög góður. Fékk líka góðan japanskan bjór.

Þau, parið, hafa mikinn áhuga á að koma til Íslands en hðfðu heyrt að það væri dýrt, sem það er, bjór á veitingastað heima er á um 12$ meðan hann kostar um 3-4$ hér. En þau voru hrifin af ríkisreknu heilbrigðiskerfi og greiddum frídögum sem er ekki fyrir að fara hér. Á spítalanum fæ ég 26 daga yfir árið sem greidda frídaga en inni í því eru allir veikindadagar sem ég mun taka og allir opinberir frídagar. Þannig að fríið er sama sem ekki neitt. Svona er þetta hér, fólk fær ekki frí(sjá blogg neðar), engin stéttarfélög. Samt er Evrópa afkastameiri en Ameríkanar. Fólk þarf frí og hvíld.

Annars eru góðir hlutir að gerast, fékk 400$ ávísun óvænt sem endurgreiðslu frá prógramminu, fékk fría gistingu hér í viku og stelpan ætlar að lána mér bílinn sinn í viku frítt. JEJ. Ég er að skoða með að kaupa bíl en get það ekki fyrr en ég fæ kennitölu hér sem gæti tekið 2-4 vikur, eins fæ ég ekki laun fyrr en ég fæ kennitölu. Þannig að þetta kemur sér allt mjög vel. God is good.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband