SM - Hausmynd

SM

karlpungar

hverjir halda þeir að þeir séu?

Hver er munurinn á vændi og þrælahaldi?

auglýsing frá dögum þrælahalds í Ameríku 


mbl.is Eftirspurn eftir vændi er helst frá 40–50 ára körlum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er alveg sammála þér, Sylvía, vændi á ekki að líðast hér (sbr. grein mína Vændi á Íslandi? Nei takk! á Kirkjunetinu). Það voru alvarlegar fréttir af þessum málum í Rúv og Stöð 2 í gær og í Mbl. í dag. Hin árlega skýrsla sendiráðs Bandaríkjanna á Íslandi um mansal hefur nú verið kynnt vegna tímabilsins marz 2005–marz 2006 og hægt að nálgast hana gegnum vefsíðu Kvennaathvarfsins. Þar eru mjög athyglisverðir hlutir, sem menn ættu að kynna sér. Vændisfrumvarpið var sem betur fer ekki afgreitt frá Alþingi í vor, heldur farið í gegnum 1. umræðu þess og það afgreitt til allsherjarnefndar og 2. umræðu. Hvað olli því, að dómsmálaráðherra keyrði ekki málið gegnum þingið, er mér ekki fullljóst, en Ágúst Ólafur Ágústsson (einnig HÉR) stóð sig afar vel í andmælum gegn því, að ógleymdum öðrum andmælendum. Er ég ekki frá því, að orð hans hafi haft æðimikil áhrif, og er það vel. Í málinu eru í meginatriðum fjórar leiðir færar: 1. Að banna sölu vændis (gamla leiðin). 2. Að banna kaup vændis (sænska leiðin). 3. Að banna hvorugt, heldur lögleiða vændi. Þetta er leið Björns Bjarnasonar (sbr. bandarísku skýrsluna), með takmörkunum þó gegn auglýsingum og banni við söluþátttöku þriðja aðila (melludólgs) og reksturs vændishúss fyrir margar í einu, en þær takmarkanir munu að litlu haldi koma gegn vændi og mansali. 4. Að banna bæði sölu og kaup vændis, enda hvort tveggja ósiðlegt og til spillingar fyrir kynheilsu fólks, ekki sízt eiginkonur þeirra manna sem kaupa sér vændi. Þetta er eina rétta leiðin að mínu mati, sbr. greinina sem ég vísaði til hér ofar. Þetta er enfremur tryggasta leiðin til að koma í veg fyrir mansal, því að það þrífst bezt þar sem vændi á að heita löglegt.

Jón Valur Jensson (IP-tala skráð) 2.7.2006 kl. 14:04

2 Smámynd: Sylvía

já þessi 4. leið er etv best en spurning hvort ríkið hafi vilja til að framkvæma hana og sinna þessu?

Sylvía , 2.7.2006 kl. 14:21

3 identicon

Ríkið -- það erum við. Vilja konur, að stuðlað verði að þrælahaldi á Íslandi? Vilja þær, að yfirvöld standi stig í stykkinu og komi í veg fyrir sölu á líkömum kvenna og þær þvingunaraðgerðir sem harðleiknir menn geta beitt kynsystur þeirra til að fara í vændi? (m.a. með hótunum við þær, að fjölskyldufólk þeirra í A-Evrópu verði tekið í karphúsið, jafnvel drepið, ef þær láti ekki undan og gefi kost á því að selja líkama sinn næstu einn, tvo mánuði -- sem síðan verða auðvitað margfalt fleiri, einkum eftir þær breytingar til frjálræðis sem urðu á atvinnuleyfum manna á Íslandi frá og með 1. maí sl., sjá vefsíðu mína Til hamingju ....). Vilja óbreyttir sjálfstæðis- og framsóknarmenn, að dómsmálaráðherra lögleiði vændi á Íslandi? HAFA ÞEIR VERIÐ SPURÐIR? Er Þjóðkirkjan samþykk því, að kirkjumálaráðherrann hafi frumkvæði um það ósiðlega mál að löghelga vændi á Íslandi? Eða á ráðherrann frekar að horfa til ferðamanna-atvinnurekstrar, gróða manna á því sviði, til að hafa sem mest fé út úr ferðamönnum t.d. frá Bretlandseyjum? Á að horfa fram hjá því, að margar vændiskonur fá eyðni eða aðra kynsjúkdóma og eyðileggja líf sitt á margan annan hátt -- og eins fram hjá hinu, að "viðskiptavinir" þeirra geta sömuleiðis smitazt af kynsjúkdómi, sem þeir geta svo borið í saklausa konu sína, hérlendis eða erlendis? Er ekki rétt, að margir þeirra falla í freistni eftir áfengisdrykkju til að gera eitthvað með vændiskonu, sem þeir hefðu ekki gert ófullir og sjá eftir að verknaðinum loknum? Er einhver ástæða til að vefja um þetta mál rósaskrúði "frelsis" og "sjálfstæðrar ákvörðunar" einstaklinga? -- Er þetta ekki þingmál, sem við, Sylvía, og margir lesendur aðrir geta sameinazt um að reyna að kæfa í fæðingu á komandi haustþingi? Lesið t.d. ræður Ágústs Ólafs Ágústssonar á þinginu (fleiri en þær sem ég vísaði á hér ofar), og setjið ykkur inn í þingumræðuna. Ég treysti sérstaklega á það, að konur beiti sér í þessu máli, en fjöldi karlmanna mun taka undir með ykkur. --En Sylvía, hvers vegna datt tilvísunin á þessa nýjustu vefsíðu þína algjörlega út af yfirlitinu um greinar um ‘Stjórnmál og samfélag? -- kanntu skýringu á því? Erum við kannski að ræða hér eitthvað sem einhverjum er viðkvæmt?

Jón Valur Jensson (IP-tala skráð) 3.7.2006 kl. 00:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband