SM - Hausmynd

SM

Færsluflokkur: Umhverfismál

Sigur!

nhrmcyes spítalinn er að fara að endurvinna. Það á að setja upp endurvinnslutunnur fyrir pappír og flöskur ofl.. Hingað til hefur ekkert slíkt verið gert hér, en ég(yours truly) kom þessu af stað. Ég hef haft endurvinnslupoka fyrir flöskur og dósir í okkar deild og koma því á framfæri við yfimennina í sumar að spítalinn þyrfti að endurvinna og nú 1.des. ætla þeir loksins af stað.

YES! Litli maðurinn getur áorkað ýmsu. (Kannski var þetta ekki bara mín hugmynd eða mín vegna þannig lagað, en samt...skemmtilegt).

Mér blöskrar svo hvernig fólk bara hendir öllu hér, og virðist alveg sama, meira segja vinnufélögunum finnst ég skrítin að vilja endurvinna og virðist vera svo sama. En heimili hér endurvinna mikið, það er mín reynsla, en svo stór vinnustaður sem spítalinn ætti að endurvinna þó ekki nema væri pappír...svo er allur matur þar í frauðplast bökkum og öll áhöld úr plasti...arg. Það er næst á dagskrá, að fá venjuleg borðáhöld og líka ætan mat...hollan.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband