SM - Hausmynd

SM

Færsluflokkur: Dægurmál

Gullkorn barna

var að skoða vefi leikskóla og sá þessi gullkorn:anne_geddes_kal_nursery

Talið barst að einni stúlku í bekknum sem er nett og fíngerð.  Einn spyr:  Er hún dvergur? Annar svarar: Nei, því að þá væri hún með skegg!  

Mamma mín er ófrísk en samt er pabbi ekki heima.  Hann er út á sjó.   Kom í umræðum um hvernig börnin verða til.  

Ég fékk enga kartöflu! Viltu fá mína (spyr einn kennarinn)? Nei, borðaðu hana bara en þú skalt líka spyrja Siggu M því hún er svo gráðug! 

Snorri (4 ára) var eitthvað slæmur í maganum og þegar hann kom af klósettinu sagði hann: „Ég kem örugglega ekki á morgun, ég er nefninlega með yfirgang".

Einn 5 ára segir við kennarann:  "Ég er með varalit"
Hún svarar:  "Já, ertu með varalit?"
"Nei", leiðréttir drengurinn, "ég er ekki með varalalit heldur vara-lit!"
(og átti þá við trélit sem hann var búinn að stinga bak við eyrað - svona til vara!) 

fleiri hér


Dýravinir

bloggsíða tileinkuð myndum af dýravinum. Sumt er eflaust þvingað en samt sætt.

Pony+_+Cat


hverjum er ekki sama?

horfir einhver á þetta ótilneyddur? Sick
mbl.is Undankeppni Söngvakeppni Sjónvarpsins lokið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað með bókafíkla?

Sékennileg frétt, unglingur tryllist og það er frétt, hélt þetta væri daglegt brauð á íslenskum heimilum. Myndu þeir segja frá því ef að bókafíkill hefði tryllst? Unglingur sem sæti og læsi alla daga? Áður fyrr var talið að fólk gæti sturlast á of miklum lestri, sérstaklega lestri ástarsagna. Las þetta í einhverju riti um lækningar frá 19.öld. Nú eru það tölvurnar sem eru upphaf alls ills.

Love_Me_With_Fury


mbl.is Tölvufíkill trylltist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

gamlar auglýsingar

 
cheerios Cheerios. gay_johnny_00  gay_teen_ideas_1944


plís gætum við hætt að fá fréttir af þessari stelpu!

Hvað er þetta? Hverjum er ekki sama? Af hverju lepur fjölmiðlafólk hér upp fréttir úr amerísku slúðri? Arg.Shocking

0002ap8q


mbl.is Persónulegir munir Parísar Hilton til sölu á Netinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jesús elskar klámstjörnur

JLPS_BIBLESXXXChurch í Ameríku er fyrir þá sem horfa á klám. Heimasíðan þeirra er full af fræðslu um klám og hættur þess og hvernig hægt er að hætta.

Hér er frétt abc um kirkjuna.

 

 

Miðað við það sem hefur skekið íslenskt samfélag síðustu daga þá virðast margir eiga í vanda með kynþörf sína og ekki vanþörf á hjálp sem þessari.

Frétt CNN um það sama. 

Tölur:

- Talið er að síður með barnaklámi séu um 100.000

- 9 af 10 börnum í Bretlandi á aldrinum 8-12 ára hafa óvart farið inn á klámsíður við heimanám.

- A.m.k. 70% kvenna í klámi hafa verið misnotaðar sem börn. 


kynþokkafyllsti?

af hverju ekki myndarlegasti? Þýðir kynþokkafyllsti að maður gæti hugsað sér að fara í rúmið með viðkomandi eða hvað? Skil ekki þetta orð.

Samkvæmt íslenskri orðabók er kynþokki þetta: ,,kynferðisbundnar eigindir í útliti og/eða fasi sem orka örvandi á einstaklinga hins kynsins."

Er það sem sagt þetta sem allir eru að pæla? Svoldið gróft, sérstaklega þar sem þessir menn eiga maka flestir. Mér finnst þeir a.m.k myndarlegir en ekki kynþokkafullir.

 Bollywood361457651_dd1b592a29


mbl.is Gísli Örn valinn kynþokkafyllsti karlmaðurinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

fréttir dagsins...

tempurguy

Gistinóttum í nóvember fjölgaði um 23%

Gistinóttum á hótelum í nóvember sl. fjölgaði um 23% milli ára, samkvæmt upplýsingum frá Hagstofunni. Gistinóttum fjölgaði í öllum landshlutum nema á Suðurlandi þar sem þeim fækkaði um 20%. Aukningin var hlutfallslega mest á Austurlandi þar sem gistinóttum fjölgaði um 45%. Fyrstu ellefu mánuðum ársins 2006 fjölgaði gistinóttum um 12% frá fyrra ári.

 

 

 

 

sailorsEngey RE seld til dótturfélags HB Granda í Hollandi

HB Grandi hf. mun stofna dótturfyrirtækið Atlantic Pelagic B.V. í Hollandi og mun nýja dótturfélagið kaupa uppsjávarfrystiskipið Engey RE-1, stærsta skip íslenska fiskveiðiflotans, af HB Granda og gera skipið út til veiða á makríl, hrossamakríl, sardínu og sardínellu úti fyrir ströndum Afríku. Allri áhöfn Engeyjar verður sagt upp og mun ný áhöfn verða ráðin í Hollandi. Lykilstöður verða mannaðar Íslendingum. 

 

Suðlæg átt og skúrir167912421_c6f3e679c2_o

Veðurstofa Íslands spáir í dag suðlægri átt og skúrum, en léttir til norðaustan- og austanlands. Vaxandi suðvestanátt um landið sunnanvert síðdegis, 8-15 m/s í kvöld og nótt. Hiti 0 til 6 stig, en í kringum frostmark fyrir norðan.

 

- í framhaldi af staðalímyndarsíðu feminista. Smile


mbl.is Gistinóttum í nóvember fjölgaði um 23%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

einfalt

311682262_73d6562138_o "Such a complex world needs a good explanation."  Milenio, dagblað í Mexíkó.

311682259_2191296002_o


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband