SM - Hausmynd

SM

Færsluflokkur: Wilmington

Gettóið

ég bý á frekar gettó-legum stað um þessar mundir, í svona perma-form íbúða þyrpingu þar sem íbúarnir eru flestir svartir og mexikanar. Fólki finnst þetta frekar síðra hverfi en mér finnst þetta ágætt, er snyrtilegt og ég hef lítið sem ekkert að segja af íbúunum, nema þau á neðri hæðinni virðast horfa ansi mikið á sjónvarpið og það háttstillt, stundum um miðjar nætur. Pinch

Nema hvað í nótt um hálf fimm vakna ég við mikið háreysti og lít útum glugga og þar eru um 10 manns að rífast úta götu...hvað í ósköpunum???!!! Ég var það svefndrukkin að ég sofnaði aftur (með eyrnatappa) en hefði kannski átt að hringja á lögguna. 

Á Star News sem er bæjarblaðið er hægt að fylgjast með glæpunum hér í bæ á þessu korti.  


Þrumur og eldingar

og rigning hér í Wilmington:

Critical mass

í dag var hjólaferð um bæinn til að vekja athygli á hjólreiðamönnum í umferðinni. Fólk safnaðist saman við háskólann og hjólaði svo stóran hring um bæinn og tók yfir sumar göturnar. Þetta var mjög gaman. Er víst gert á mánaðarfresti hér og víðsvegar í stórborgum hér.

47b8db11b3127ccec4690a3c59c600000046100AaNWrNy2buGIPbz4K 47b8db11b3127ccec4685afa796400000046100AaNWrNy2buGIPbz4K 47b8db11b3127ccec46875f0b8d100000046100AaNWrNy2buGIPbz4K


minn hluti heimsins

Mér varð nú nokkuð brugðið að lesa um skjálftann. Er óþægilegt þegar maður er langt að heiman. En ég var líka úrvinda þegar ég skoðaði þetta í vinnunni í dag, og því voru þessar fréttir ekki til að bæta sálarástandið.

50188130CPE(chaplain prógrammið) getur gengið nærri manni, starfið á spítalanum er eitt, en bara hópavinnan í CPE getur tekið á andlega. Við erum 5 í hóp með kennara og í vikunni fengum við nýjan kennara fyrir sumarið. Það er fínt að fá nýjan kennara með nýjar áherslur og þessi er ansi skörp sýnist mér. Hún er mjög hnitmiðuð og í einkatíma hjá henni í gær fór hún alveg beint á kaf í sálarlífið okkar allra. Eftir þann viðtalstíma leið mér einsog ég hefði verið keyrð niður af trukki og allur dagurinn fór í að jafna sig. Svo var session í dag þar sem hópurinn ræddi um hvaða öfl væru að verkum í hópnum(group dynamics) og það tók líka mikið á okkur öll. Það hafa verið vandamál milli okkar allra nánast frá byrjun, í 9 mánuði, en við höfum aldrei náð að vinna úr þeim, kannski sök síðasta kennara, kannski ekki. Þannig að í dag var rætt um tilfinningar og barnæsku, hvernig maður lítur á hópinn sem uprunajölskylduna og fer í ákveðið hlutverk, hvað reiði stendur í raun fyrir(hræðslu minnir mig) etc.. Þannig að þetta er allt mjög þerapíulegt, en maður lærir mikið á þessu, um sjálfan sig, aðra, og hópaverkun. Allt á þetta að miða að því að maður þekki sjálfan sig vel áður en maður fer að vinna með fólk. En þetta tekur á.

Svo fór ég á fund á einni deildinni með starfsfólkinu þar vegna skyndilegs dauða einnar hjúkrunarkonunnar, debriefing fundur, þar sem fólk fékk tækifæri til að tjá sig um sorgina. 

Svo í kvöld fór ég á skylmingaræfngu og æfði epee og gekk mjög vel, en á laugardag er epee-mót í nálægum bæ utandyra, það verður spennandi. 


Strandmyndir

Wrightsville beach

 47b8db07b3127ccec4602e6f226200000066100AaNWrNy2buGIPbz4K 47b8db07b3127ccec4619898028200000066100AaNWrNy2buGIPbz4K


strandferd sem endadi ekki nogu vel

wbwestnema hvad?...arg...for a strondina, nema hvad billinn var dreginn i burtu...kostadi 150$...Crying

...en thad thad thydir ekkert ad aesa sig yfir thessu...bara pusta sma...SidewaysAngryAngry... thad hefdi getad verid verra...kannski kom thetta i veg fyrir major umferdarslys... Svo hitti eg tvo mexikana i somu sporum og vid gatum hjalpast ad ad finna utur thessu.

En strondin var aedi, pakkfull, og eg er med sma bakbruna. 

Jaeja svona er thetta... Til ad lyfta mer upp tha eru saet dyramyndbond agaetis plastur...Smile 




Vidtalid

vid mig sem chaplain var i baejarbladinu.  Smile

endurfundir týndra sálna Atlantis

Atlantis_smhér í Wilmington..

Var í innflutningspartýi hjá Alison í kvöld þar sem ég átti áhugavert samtal við nálastungufræðing, sjúkraflutningsmann og kennara, en þau voru að tala um Wilmington(bæinn sem ég bý í) og að hingað streymdu andlega þenkjandi fólk, sem væri svoldið merkilegt þar sem þetta er suðurríkjabær, nokkuð sem er andstaðan við allt sem er frjálslegt(nema holdafar). Allavega vildu þau meina að kenningar um að hingað kæmu nú gamlar sálir Atlantis, sem á að hafa verið rétt hér fyrir utan ströndina, væru ekki svo vitlausar. Eins að þar eð Wilmington ætti svo ofbeldisfulla sögu að baki, mikill rasisimi og ofbeldi tengt því, þá væri nú tími til að jafna það út með öllu þessu andlega þenkjandi fólki.Woundering Þau sögðu að flestir kæmu hingað í dag af einhverjum furðulegum orsökum, eða einsog bærinn veldi þau(það á við í mínu tilfelli).

Ég skal ekki segja, þetta er kannski of mikið í ætt við efni síðustu bloggfærslu Smile, en það er áhugavert að þessi suðurrikjabær sé að breytast og hann hefur uppá margt að bjóða.  Mér finnst þetta frekar skrítin bær, hægt að fara nánast milli heima hér; rednecks og svo jóga-fólk og lítið þar á milli.

Hver veit, kannski er maður bara einn af Atlantis-búunum...að leita heim...Tounge


qi gong

Alison vinkona er i vidtali i baejarbladinu her i dag, en hun er qi gong kennari. Slokun og hugleiding er lifsnaudsynleg ad minu mati, ad stundum setjast nidur og bidja a sinn hatt eda lata lida ur ser. Vid thurfum a sliku ad halda og ef vel tekst til tha leka ahyggjurnar i burtu. Eg tharf ad profa qi gong.

Eg verd svo i bladinu lika a naestunni vegna chaplaincy starfsins. Wink

Mynd af Alison ad kenna og ummaeli nemanda:

bilde?Site=WM&Date=20080507&Category=ARTICLE&ArtNo=805070330&Ref=AR&Profile=1051&MaxW=250&border=0"As you're experiencing this lightness, you get this qi gong state of mind at the same time. You have this letting go of things in life."


þegar maður verður þreyttur á sumum ameríkönum sem og öðrum

hehe, hér er mikið lagt uppúr innantómum kveðjum...

Annars er maður kallaður ýmsum nöfnum, jafnt konur sem karlar sem tala svona, t.d.:

Sweetie

Sweetheart

Honey

Hon

cutie

baby

babe

dear

darling

miss

mam

-eflaust fleiri.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband